- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum orkulausir í lokin

Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Við vorum inni í leiknum í 40 til 45 mínútur en eftir það fannst mér fjara undan okkur vegna orkuleysis,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sem oft hefur verið léttari á brún en í gærkvöld eftir að hans menn máttu játa sig sigraða í viðureign við Fram í Olísdeild karla í handknattleik að Varmá, 29:24.


„Síðustu mínúturnar voru erfiðar og til að bæta gráu ofan á svart þá misstum við Bergvin Þór Gíslason út meiddan í síðari hálfleik. Þar með fækkaði möguleikum okkar á skiptingum sem varð aftur til þess að menn urðu orkulausir. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður, Fram var frábær og varði frábærlega, mikið úr opnum færum. Það hjálpaði okkur ekki heldur að mikill munur var á markvörslunni,“ sagði Gunnar.

Góð fjárfesting

Athygli vakti að ungur markvörður, Brynjar Vignir Sigurjónsson, stóð allan leikinn í marki Aftureldingar. Hann var einnig í eldlínunni með Aftureldingu gegn Þór eftir að Arnór Freyr Stefánsson meiddist á æfingu fyrir fyrir viðeignina fyrir norðan á mánduaginn.

„Brynjar er efnilegur og fær tækifærið á meðan Arnór verður frá keppni. Það er góð fjárfesting fyrir hann og okkur fólgin í þeim leikjum sem hann hefur fengið og fær á næstunni,“ sagði Gunnar Magnússon en hann á ekki von á Arnóri Frey til baka fyrr en upp úr næstu mánaðarmótum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -