- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum þeir einu sem höfðum trú á verkefninu

Þórsararnir Jón Ólafur Þorsteinsson, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson og hetjan Kristján Páll Steinsson markvörður Þórs kampakátir eftir sigurinn á Herði á föstudaginn á Akureyri. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

„Miðað við umræðuna þá vorum við þeir einu sem höfðum trú á að við gætum unnið Hörð í undanúrslitum og komist áfram í úrslitin gegn Fjölni,“ sagði Kristinn Björgúlfsson í samtali við handbolta.is í morgun. Kristinn er aðstoðarmaður Halldórs Arnar Tryggvasonar þjálfara Þórs í umspilinu.

Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og unnu Hörð í oddaleik undanúrslita umspilsins á Ísafirði í gær, 24:22. Þór mætir þar með Fjölni í úrslitaeinvígi um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Fyrsti leikurinn verður á laugardaginn í Fjölnishöllinni.

Góður undirbúningur

„Grunnurinn að þessum sigri okkar liggur í okkar áætlunum. Við bjuggum okkur mjög vel undir leikina, klipptum niður leiki okkar og Harðar og lögðum leikmönnum lífsreglurnar sem þeir fóru svo algjörlega eftir. Við vorum klárir með fleiri en eina áætlun eftir því hvernig leikirnir þróuðust. Sú mikla vinna sem lögðu í leikina skilaði þessum árangri,“ sagði Kristinn sem vildi hrósa leikmönnum Þórsliðsins sem framgöngu sína.

Fleiri leikmenn – betra form

„Við vissum það líka sem síðar kom í ljós að standið á okkur væri betra en á Harðarliðinu. Við værum með fleiri leikmenn sem við gætum rúllað liðinu á og dreift þannig álaginu,“ sagði Kristinn.

Stuðningsmenn Þórs fór til Ísafjarðar á leikinn við Hörð í gær. Hér hafa nokkurir komið sér fyrir skömmu áður en flautað var til leiks. Mynd/Aðsend

Rautt spjald á 25. mínútu

Arnór Þorri Þorsteinsson leikmaður Þórs fékk sína þriðju brottvísun á 25. mínútu og kom þar af leiðandi ekkert meira við sögu. „Okkur tókst að bregðast við því. Þá kom sér vel að vera með fleiri leikjaáætlanir uppi í erminni sem farið var yfir í hálfleik,“ sagði Kristinn.

Fullt hús og frábær stemning

„Leikurinn er ábyggilega einn sá skemmtilegasti sem farið hefur fram í húsinu á Torfnesi. Mætingin var frábær og stemningin góð, meðal annars kom full rúta af áhorfendum með okkur frá Akureyri sem stóð þétt við bakið á okkur. Síðast en ekki síst spillti ekki fyrir að spennan var mikil í leiknum auk þess sem úrslitin féllu með okkur þegar upp var staðið,“ sagði Kristinn og bætti við að dómarar leiksins, Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson, hafi haft afar góð tök á viðeigninni.

„Þetta er vafalaust besti leikur þeirra Ramunas og Dolla,“ sagði Kristinn Björgúlfsson í slitróttu símasambandi af Steingrímsfjarðarheiðinni í morgun.

Sjá einnig:

Þórsarar sendu Hörð í sumarfrí með sigri á Ísafirði
Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -