- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórsarar sendu Hörð í sumarfrí með sigri á Ísafirði

Þórsarar gátu svo sannarlega fagnað eftir sigurinn í kvöld eins og eftir leikinn á föstudaginn á heimavelli. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Þór vann Hörð á Ísafirði í kvöld í oddaleik í undanúrslitum í Olísdeildar karla í handknattleik, 24:22. Leikmenn Harðar sitja þar með eftir með sárt ennið en Þórsarar mæta Fjölnismönnum í einvígi um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Til stendur að fyrsti leikurinn verði á laugardaginn í Fjölnishöllinni. Vinna þarf þrjá leiki til þess að fylgja ÍR-ingum eftir upp í Olísdeildina.

Hörður vann fyrstu viðureignina í undanúrslitunum við Þór en tapaði tveimur þeim næstu. Harðaringar voru með yfirhöndina, 12:10, í hálfleik og náðu þriggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik, 15:12. Þá náði Þór áhlaupi, skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. Spennan var áfram mikil og síðast var jafnt, 20:20, þegar sex mínútur voru eftir. Þórsarar skoruðu þá tvö mörk í röð og komust yfir á ný, 22:20.

Vel var mætt á leikinn á Ísafirði í kvöld. Mynd/Aðsend

Þórsarar voru sterkari á lokasprettinum og stóðust álagið á erfiðum útivelli á síðustu mínútum og virðast til alls líklegir gegn Fjölni.

Brynjar Hólm Grétarsson var allt í öllu í sóknarleiknum og skoraði 13 mörk. Kristján Páll Steinsson markvörður var frábær, annan leikinn í röð eins og kollegi hans hinum megin vallarins, Jonas Maier.

Mörk Harðar: Jhonatan C. Santos 7, Jose Esteves Neto 3, Otto Karl Kont 3, Tugberk Catkin 2, Guilherme Carmignoli Andrade 2, Daníel Wale Adeleye 2, Jonas Maier 1, Endijs Kusners 1, Kenya Kasahara 1.
Varin skot: Jonas Maier 17, Stefán Freyr Jónsson 1.
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 13, Aron Hólm Kristjánsson 3, Friðrik Svavarsson 3, Halldór Kristinn Harðarson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Þormar Sigurðsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 15.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -