- Auglýsing -
- Auglýsing -

Wawrzykowska kvað Stjörnuna í kútinn

Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, var frábær í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV sótti tvö góð stig í TM-höllina í dag þegar liðið sótti Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna í handknattleik. Eyjaliðið fór með níu marka sigur, 33:24, í farteskinu úr Garðabæ eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti leikur ÍBV-liðsins í deildinni á árinu en það tók þátt með glæsibrag í Evrópukeppni fyrir viku og sendi tékknesk lið heim með skottið á milli lappanna.

Stjörnunni tókst þar með ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu í síðustu leikjum í deildinni og sigri á Val í Origohöllinni fyrir viku síðan.
Sjálfstraustið geislaði af leikmönnum ÍBV þar enginn lék betur en markvörðurinn Marta Wawrzykowska. Hún fór á kostum, varði 19 skot og var með 44% hlutfallsmarkvörslu, og reyndist leikmönnum Stjörnunnar afar erfiður ljár í þúfu. Þess má sjá stað á skotnýtingu þriggja leikmanna Stjörnunnar sem bera uppi sóknarleikinn, þeirra Evu Bjarkar Davíðsdóttur, Helenu Rut Örvarsdóttur og Lenu Margrétar Valdimarsdóttur.

Sunna Jónsdóttir lék einnig afar vel, skoraði sex mörk og var með átta lögleg stopp í vörninni eins og Elísa Elíasdóttir sem virðist hafa jafnað sig á meiðslum sem héldu henni frá keppni fyrir áramót.


ÍBV er með sex stig í næst neðsta sæti og er stigi á eftir HK. ÍBV á hinsvegar tvo leiki til góða á HK og fjóra á Stjörnuna sem er í fimmta sæti. Stöðuna í Olísdeild kvenna er finna hér.


Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 4/1, Eva Björk Davíðsdóttir 4/2, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Britney Emilie Cots 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 9/1, 33,3% – Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 5/1, 26,3%.

Mörk ÍBV: Marija Jovanovic 7/5, Lina Cardell 7, Sunna Jónsdóttir 6, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Þóra Björg Stefánsdóttir 2/1, Karolina Olszowa 1, Marta Wawrzykowska 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 19/2, 44,2% – Tara Sól Úranusdóttir 2, 100%.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -