- Auglýsing -
- Auglýsing -

Zecevic verður áfram hjá Stjörnunni

Darija Zecevic verður áfram með Stjörnunni. Mynd/Stjarnan

Góðar fréttir berast frá kvennaliði Stjörnunnar nokkrum dögum áður en úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst. Svartfellski markvörðurinn Darija Zecevic hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjörnunnar.


Zecevic kom til Stjörnunnar á síðasta sumri eftir tveggja ára veru hjá ÍBV. Hún er 24 ára gömul og lék á sínum tíma með öllum yngri landsliðum heimalandsins.
Zecevic var með 38,1% hlutfallsmarkvörslu í Olísdeild kvenna í vetur í samantekt HBStatz og var skammt á eftir landsliðsmarkverðinum Hafdísi Renötudóttur, Fram, sem var með 38,7%.


Zecevic byrjaði átta ára gömul að æfa og leika handknattleik hjá Buducnost, sem er stærsta liðið í Svartfjallalandi og þaðan sem flestar landsliðskonur Svartfjallalands koma. Upp úr tvítugu fór Zecevic til Slóveníu og lék í eitt ár með Koper áður en hún flutti til Vestmannaeyja fyrir tveimur árum.


„Við erum gífurlega stolt af því að halda Dariju hjá okkur og hlökkum til þess að vinna áfram með henni,“ segir í tilkynningu sem handknattleiksdeild Stjörnunnar birti á samfélagsmiðlum skömmu fyrir hádegið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -