Fyrri umferð umspilsleikja fyrir heimsmeistaramót kvenna í handknattleik er lokið. Hér fyrir neðan eru úrslit leikjanna.
Leikir síðari umferðar dreifast á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.
Samanlagður sigurvegari hverrar viðureignar öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember.
Úrslit leikjanna:
Tyrkland – Serbía 24:33 (10:15).
Slóvakía – Króatía 23:25 (8:11).
Pólland – Kósovó 36:22 (17:6).
Ísland – Ungverjaland 21:25 (10:14).
Sviss – Tékkland 31:32 (12:14).
Rúmenía – Portúgal 35:20 (19:12).
Austurríki – Spánn 28:28 (14:18).
Ítalía – Slóvenía 25:31 (11:17).
Norður Makedónía – Úkraína 22:24 (8:14).
Þýskaland – Grikkland 39:13 (22:6).