- Auglýsing -
- Dana Björg Guðmundsdóttir og samherjar í Volda tylltu sér á topp næst efstu deildar kvenna í handknattleik í Noregi með sjö marka sigri á Fjellhammer, 34:27, á útivelli í gær. Segja má að Volda hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik með stórleik. Staðan var 23:11, þegar fyrri hálfleikur var að baki.
- Dana Björg skoraði sjö mörk og var næst markahæst hjá Volda. Birta Rún Grétarsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Fjellhammer sem hefur 23 stig eins og Volda en tapaði af efsta sætinu vegna taps í þessum innbyrðisleik.
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði annað af tveimur vítaköstum sem hún reyndi að verja í marki Aarhus Håndbold þegar liðið sótti efsta lið danska úrvalsdeildarliðsins, Odense Håndbold, heim í gær og tapaði, 28:19. Elín Jóna kom að öðru leyti ekki við sögu í leiknum því þýski markvörðurinn Sabine Englert varði afar vel þrátt fyrir þetta stóra tap.
- Aarhus Håndbold er í 11. sæti af 14 liðum með fimm stig í 11 leikjum. Odense er efst með 22 stig. Staðan í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks þar sem Íslendingar kom við sögu er að finna hér.
- Elías Már Halldórsson þjálfari og liðskonur hans í Fredrikstad Bkl. tapaði fyrir Tertnes, 31:26, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í gær. Fredrikstad Bkl. er í 12. sæti af 14 liðum með fjögur stig í 11 leikjum.
- Auglýsing -