- Auglýsing -

Ellefu marka sigur Selfyssinga

- Auglýsing -


Selfoss vann Aftureldingu með 11 marka mun, 35:24, í fyrsta leik liðanna á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í kvöld í Sethöllinni á Selfossi. Heimaliðið gerði út um leikinn á síðustu tíu mínútunum. Aðeins var fimm marka munur á liðunum þegar rétt innan við tíu mínútur voru til leiksloka.

Fyrri í kvöld vann ÍBV lið Víkings, 38:19. Ragnarsmóti kvenna verður framhaldið á fimmtudagskvöldið í Sethöllinni. Þá mætast ÍBV og Afturelding annarsvegar og Selfoss og Víkingur hinsvegar.


Selfoss var með þriggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki í viðureigninni við Aftureldingu, 15:12.

Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, sem gekk til liðs við Selfoss í dag, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hún skoraði fjögur mörk. Annar nýr liðsmaður Selfoss, hin norska Mia Kristin Syverud, skoraði átta mörk.

Katrín Helga Davíðsdóttir var atkvæðamest hjá Aftureldingu með 11 mörk.

Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 8, Eva Lind Tyrfingsdóttir 6, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 4, Sylvía Bjarnadóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 9, Sara Xiao Reykdal 5.

Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 11, Drífa Garðarsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Ísabella Sól Huginsdóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 2, Katrín Hallgrímsdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 4, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 4.


Leikjadagskrá, kvennaflokkur:

Fimmtudagur 21. ágúst:
ÍBV – Afturelding, kl. 18.
Selfoss – Víkingur, kl. 20.15.

Föstudagur 22. ágúst:
Víkingur – Afturelding, 20.15.

Laugardagur 23. ágúst:
Selfoss – ÍBV, kl. 15.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -