Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti fyrir stundu hvaða leikmenn hann verður með í 20 manna æfingahóp landsliðsins fyrir Evrópumótið í handknattleik karla sem hefst 14. janúar. Átján leikmenn hópsins fara á EM. Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Aftureldingar er valinn í landsliðshóp í fyrsta skipti. Hann mun æfa með landsliðinu fyrir brottför en Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson er ætlað að taka þátt í EM.
Sigvaldi Björn Guðjónsson sem verið hefur með á öllum stórmótum frá HM 2019 er ekki í hópnum. Teitur Örn Einarsson er valinn sem hægri hornmaður ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni.
Bjarki Már Elísson er valinn í hægra horni með Orra Frey Þorkelssyni en Stiven Tobar Valencia situr eftir heima.
Líklegt er að Þorsteinn Leó Gunnarsson fari með landsliðinu. Þar af leiðandi geta 19 leikmenn farið á EM, hafi Þorsteinn Leó jafnað sig af meiðslum í tíma áður. Hann verður a.m.k. ekki með á æfingamótinu í Frakklandi 9. og 11. janúar. „Ég vona að Þorsteinn geti verið með okkur í milliriðli, það er minn draumur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag.
EM-hópurinn
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (285/26).
Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (73/2).
Einar Baldvin Baldvinsson, Afturelding (0/0).
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, HC Erlangen (5/4).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (105/111).
Bjarki Már Elísson, One Veszprém (126/419).
Einar Þorsteinn Ólafsson, HSV Hamburg (25/7).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (62/134).
Elvar Örn Jónsson, SC Magdeburg (91/208).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (73/164).
Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (45/63).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (98/176).
Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (37/72).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (30/94).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (56/173).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (92/332) – fyrirliði.
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (46/44).
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen (71/216).
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (106/48).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (18/36).




