- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert fær þá stöðvað

Ómar Ingi Magnússon og félagar í Magdeburg unnu sinn leik í Evrópudeildinni í kvöld. Mynd/SC Magdeburg - Franzi Gora
- Auglýsing -

Ekkert getur stöðvað þýska handknattleiksliðið SC Magdeburg um þessar mundir. Þótt aðeins séu ellefu umferðir að baki í þýsku 1. deildinni er liðið þegar komið með yfirburða forystu á toppi deildinnar. Síðasta fórnarlambið var lið Füchse Berlín, næst efsta lið deildarinnar. Berlínarrefirnir áttu ekkert svar við stórleik Ómars Inga, Gísla Þorgeirs og félaga í Max Schmeling-íþróttahöllinni í Berlín. Magdeburg vann með fjögurra marka mun, 33:29, og er með fullt hús stiga að loknum 11 leikjum.


Þegar að loknum fyrri hálfleik var forskot Magdeburgar-liðsins orðin fimm mörk, 19:14, eftir hreint stórbrotna frammistöðu, jafnt í vörn sem sókn.
Eins og oftast áður fór Ómar Ingi fyrir liði Magdeburg. Hann skoraði níu mörk í tíu skotum að þessu sinni og átti tvær stoðsendingar. Hann skoraði aðeins eitt mark úr vítakasti. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék einnig afar vel og skoraði þrjú mörk í fimm skotum auk þess að vera með tvær stoðsendingar.

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg

Teitur áfram í stuði

Teitur Örn Einarsson heldur áfram að gera það gott með Flensburg sem vann Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 31:25. Teitur Örn skoraði fjögur mörk í fimm skotum og átti eina stoðsendingu. Ýmir Örn Gíslason lék að vanda stórt hlutverk í vörn Rhein-Neckar Löwen.

Markahæstur að vanda

Líkt og oft áður þá var Bjarki Már Elísson markahæstur hjá Lemgo er liðið lagði nýliða N-Lübbecke, 28:26, á útivelli. Bjarki Már skoraði sex mörk í níu skotum, þar af voru þrjú úr vítaköstum.

Elvar Örn var atkvæðamikill

Í slag Íslendingaliðanna MT Melsungen og Stuttgart þá vann Melsungen öruggan sigur, 29:23, á heimavelli. Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í sex skotum fyrir Melsungen. Til viðbótar átti Elvar Örn fjórar stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark en Alexander Petersson ekkert en var með tvær stoðendingar. Þeir leika með Melsungen.


Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk í 13 skotum fyrir Stuttgart og átti fjórar stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki en átti eina stoðsendingu.

Janus Daði Smárason er enn í endurhæfingu vegna meiðsla í öxl og var þar af leiðandi ekki með er Göppingen lagði GWD Minden, 33:30. Marcel Schiller skoraði 10 mörk fyrir Göppingen og er næst markahæstur í deildinni með 71 mark, þremur á eftir Ómar Inga Magnússyni sem er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar eins og fyrri daginn.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -