Ómar Darri Sigurgeirsson 16 ára leikmaður Íslandsmeistara FH tók þátt í sínum fyrsta Evrópuleik í handknattleik á þriðjudaginn þegar FH sótti heim Fenix Toulouse í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Hann er fæddur 2008 og varð 16 ára í janúar.
Ómar Darri kom við sögu þegar leið á síðari hálfleik og lék með í u.þ.b. 15 mínútur og fiskaði meðal annars eitt vítakast.
Ómar Darri er sonur Sigurgeirs Árna Ægissonar framkvæmdstjóra handknattleiksdeildar FH og fyrrverandi fyrirliða FH og Bjargar Kristínar Ragnarsdóttur.
Afinn í handbolta og golfi
Faðir Bjargar Kristínar og þar af leiðandi afi Ómars Darra er Ragnar Ólafsson einn af stofnendum HK og einn fremsti handknattleiksmaður félagsins á sinni tíð auk þess að vera afbragðskylfingur, Íslandsmeistari 1981 og síðar landsliðsþjálfari.
Móður systkini í landsliðunum
Systkini Bjargar Kristínar, móður Ómars Darra, eru Ólafur Bjarki og Ólöf Kolbrún Ragnarsbörn sem bæði hafa leikið með landsliðunum í handbolta.
Það má því segja um Ómar Darra að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Miðasala á handboltaveisluna í Kaplakrika á þriðjudaginn er á stubb.is – smellið hér.