- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftirvænting hjá Söndru

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Alaobrg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir, leikmaður danska 1. deildarliðsins EH Alaborg segir að mikil eftirvænting ríki fyrir að loksins verður flautað til leiks í leikjum deildarinnar á morgun eftir hálfs mánaðar frí vegna alþjóðlegra daga landsliða sem eru að baki. Sandra og samherjar eiga að mæta AGF Håndbold á heimavelli á morgun þegar fimmta umferð deildarinnar hefst.


„Pásurnar eru aldrei skemmtilegar, ekki síst þegar maður getur ekki nýtt þær til þess að skreppa heim,“ sagði Sandra þegar handbolti.is heyrði stuttlega í henni í dag.


„Þótt staðan í covidinu hér í Danmörku um þessar mundir sé þokkaleg þá er maður bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að mega æfa og spila eins og staðan er víða um þessar mundir,“ sagði Sandra ennfremur en henni hefur vegnað vel með með EH Aalborg á leiktíðinni. Hún gekk til liðs við liðið á liðnu sumri.


Sandra er ein þriggja sem kemur til greina sem leikmaður septembermánaðar hjá félaginu. Eftir leikinn á morgun, sem fram fer á heimavelli EH Aalborg verður hulunni svipt af því hver þeirra hreppir hnossið.


EH Alaborg er í efsta sæti 1. deildar með átta stig eftir fjóra leiki. AGF Håndbold hefur ekki vegnað eins vel til þessa og er án stiga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -