- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: June, 2024

Miðasala er hafin á HM karla

Hafin er miðasala á leiki íslenska landsliðsins í riðlakeppninni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla sem fram fer í Zagreb í janúar á næsta ári. Miðasalan er alfarið í höndum mótshaldurum.Miðasala á HM karla.Íslandi hefur verið úthlutað svæðum í keppnishöllinni, Arena...

Fregnir gærdagsins staðfestar

Handknattleiksdeild Fram staðfesti í morgun fregnir gærdagsins þess efnis að Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson þjálfi kvennalið félagsins á næsta keppnistímabili. Rakel Dögg hefur verið í þjálfarateymi kvennaliðsins undanfarin ár en Arnar kemur nýr til starfa hjá félaginu....

Rökkvi framlengir til tveggja ára

Rökkvi Pacheco Steinunnarson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2026. Rökkvi, sem er uppalinn hjá félaginu, leikur í stöðu markmanns og var með flest varin skot í Grill66-deild karla á síðastliðnu tímabili. Hann tekur nú stökkið...

Veszprém semur við Pascual til fjögurra ára

Í gær var loksins staðfest að Spánverjinn Xavier Pascual hafi verið ráðinn þjálfari ungverska meistaraliðsins Veszprém sem Bjarki Már Elísson leikur með. Ráðningin hafði legið í loftinu í meira en hálfan mánuð eftir að Pascual náði samkomulagi um starfslok...

Framvegis fellur eitt lið – næst neðsta sæti fer í umspil

Framvegis fellur eitt lið rakleitt úr Olísdeild karla í lok leiktíðar að vori í stað tveggja eins og verið hefur undanfarin ár eftir að liðum var fjölgað upp í 12 deildinni. Tillaga KA í þessa veruna var samþykkt á...

Molakaffi: Halldóra, Guðríður, Arnar, Bjarni, Ólafur, Sigurborg, Kristján

Halldóra Ingvarsdóttir hefur tekið við af Guðríði Guðjónsdóttir sem fararstjóri U20 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu. Guðríður, sem er formaður landsliðsnefndar kvenna, hefur verið úti með landsliðinu síðustu...

85 milljóna króna tap hjá HSÍ – afreksstarfið er þungur baggi

Um 85 milljóna króna tap var á rekstri Handknattleikssambands Íslands á síðasta ári en þetta kom fram á 67. ársþingi sambandsins sem haldið var Laugardalshöll í dag. Eins og gefur að skilja var rekstur sambandsins mjög erfiður fyrir vikið....

Rakel Dögg sögð taka við Fram og hafa landsliðsþjálfarann til halds og trausts

Rakel Dögg Bragadóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik. Henni til aðstoðar verður Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Þetta hefur RÚV samkvæmt heimildum og að þau skrifi jafnvel undir samninga síðar í dag. Það gæti nú rekist...

Frábær karakter og liðsheild

„Óhætt er að segja að það hafi verið virkilega erfið fæðing á þessum sigri okkar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir fimm marka sigur íslenska landsliðsins á Afríkumeisturunum...

Erlingur ráðinn til Austurríkis

Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Erlingur Richardsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá akademíu austurríska handknattleiksfélagsins Handball Mödling, skammt frá Vínarborg. Félagið var sett á laggirnar 2018 af austurrísku handknattleiksmönnunum Stefan Higatzberger og Conny Wilczynski. Hefur það frá upphafi einbeitt sér að...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

HM “25: Leikjdagskrá, úrslit, staðan

Heimsmeistaramót karla í handknattleik stendur yfir í Danmörku, Noregi og í Króatíu frá 14. janúar til 2. febrúar 2025....
- Auglýsing -