Norska landsliðið í handknattleik kvenna fékk ekki draumabyrjun í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í handknattleik í kvöld. Liðið tapaði fyrir sænska landsliðinu í síðasta leik 1. umferðar, 32:28. Svíar voru sterkari lengst af leiksins og verðskulduðu sigurinn. Norska liðið gerði talsvert...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann sannfærandi sigur á ungverska landsliðinu, 31:25, í fyrstu umferð af þremur á æfingamóti í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Íslensku piltarnir voru sjö mörkum yfir að loknum...
Svo kann að fara að hinn nýbakaði leikmaður Gróttu, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha leiki með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistarmótinu sem fram fer í janúar á næsta ári. Fjölmiðillinn Criolosports á Grænhöfðaeyjum sagði frá á mánudaginn að Hafsteinn Óli,...
Landslið Ungverjalands og Íslands skipað piltum 18 ára og yngri mætast í 1. umferð æfingamóts í Ungverjalandi klukkan 16. Mótið heldur áfram á morgun og á laugardag. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópumót 18 ára landsliða sem hefst...
Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, er komið til Búdapest í Ungverjalandi þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða móti í dag, á morgun og á laugardaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins...
Ein besta handknattleikskona heims um þessar mundir, ef ekki sú besta, Henny Reistad, leikur ekki með Evrópumeisturum Noregs í upphafsleiknum á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Noregur mætir þá Svíþjóð. Reistad var valin handknattleikskona ársins 2023 af Alþjóða handknattleikssambandinu.
Reistad...
Danska landsliðið í handknattleik kvenna vann fyrstu viðureign handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París í morgun. Danir lögðu Slóvena með átta marka mun, 27:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Liðin leika í A-riðli ásamt...
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn og fyrrverandi KA-maður, Nicholas Satchwell, hefur samið við danska handknattleiksliðið Lemvig-Thyborøn Håndbold til næstu tveggja ára. Lemvig féll úr úrvalsdeildinni í vor. Satchwell var síðasta árið hjá Viking TIF í Bergen eftir að hafa kvatt KA að...
Auglýst er eftir markverði fyrir íslenskt kvennalið í efstu deild á Facebook-síðu handknattleiksáhugafólks í Færeyjum, Hondbóltskjak, í dag. Ekki kemur fram fyrir hvaða lið, en sagt að aðstæður séu góðar.
4players Sport Agency er skráð fyrir færslunni. Áhugasömum er bent...
Nýir leikmenn streyma í herbúðir ísfirska handknattleiksliðsins Harðar. Í gær var m.a. sagt frá komu serbneskrar skyttu til liðsins og í dag segir í snarpri tilkynningu frá Herði að samningur hafi náðst við japanskan línumann, Kenta Isoda. Hann kemur...