Dagur Gautason fór hamförum og skoraði 17 mörk þegar lið hans, ØIF Arendal, vann Kragerø, 49:30, í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær.
Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfar vann viðureign sína við Halden á útivelli, 32:23,...
Íslandsmeistarar FH skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigur á ÍBV í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld, 33:32. Jóhannes Berg Andrason átti síðasta mark viðureignarinnar sem reyndist ríða baggamuninn fyrir FH-inga, 45...
„Við vorum að leika við gríðarlega sterkt rúmenskt landslið sem fór flestum að óvörum í forsetabikarinn á HM vegna óvænts tap fyrir Sviss í riðlakeppninni,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari 18 ára landsliðs kvenna í handknattleik í skilaboðum til...
Næsti leikur íslenska 18 ára landsliðs kvenna á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Chuzhou í Kína verður við indverska landsliðið á fimmtudagsmorgun að íslenskum tíma. Um er að ræða krossspil í keppni um sæti 25 til 28 mótinu. Í hinni...
Ragnarsmótið í handknattleik karla hófst í Sethöllinni í gær með tveimur hörkuleikjum. Grótta hafði betur í viðureign við lið Selfoss sem tekið hefur miklum mannabreytingum frá síðasta keppnistímabili.ÍBV lagði Víking, 35:30, eftir að hafa verið sterkara liðið í síðari...
Árlegt Hafnarfjarðarmóti í handknattleik karla hefst síðdegis í dag. Að þessu sinni fer mótið fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Fjögur lið eru að vanda skráð til leiks. Að þessu sinni mæta Stjarnan og ÍBV til leiks auk Hafnarfjarðarliðanna, Hauka...
Íslenska landsliðið tapaði með 13 marka mun fyrir rúmenska landsliðinu, 27:14, á heimsmeistaramóti 18 ára landsliða kvenna í handknattleik í Chuzhou í Kína í morgun. Þetta var síðari leikur liðanna í milliriðlakeppni mótsins. Rúmenska liðið var fjórum mörkum yfir...
Hér fyrir neðan er beint streymi frá viðureign Íslands og Rúmeníu í síðari umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts 18 ára landsliða kvenna í handknattleik í Chuzhou í Kína. Leikurinn hefst klukkan 8.
https://www.youtube.com/watch?v=pIIhQ4XfebI
Norski landsliðsmaðurinn Harald Reinkind leikur ekki með þýska liðinu THW Kiel næstu mánuðina vegna meiðsla sem hann hlaut í keppni Ólympíuleikanna í Frakklandi. Á meðan mun mikið mæða á Dananum Emil Madsen sem kom til Kiel-liðsins í sumar.
Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas...
Svavar Ingi Sigmundsson hefur snúið heim í KA eftir þriggja ára fjarveru og tekið við starfi yfirþjálfara handknattleiksdeildar.
Svavar Ingi, sem er 24 ára gamall, lék um nokkurra ára skeið með KA, jafnt í yngri flokkum og í meistaraflokki. Hann...