Monthly Archives: November, 2024
Fréttir
Rúnar kunni vel við sig á fjölum íþróttahallarinnar í Eyjum
Rúnar Kárason kunni vel við sig á gamla heimavellinum á fjölum íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum þegar hann skoraði 10 mörk í 12 skotum fyrir Fram gegn fyrrverandi liði sínu, ÍBV, í upphafsleik 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Fór svo...
Efst á baugi
Fram sagði skilið við Hauka – Embla skoraði sigurmarkið í Skógarseli
Fram sagði skilið við Hauka í samfloti liðanna í öðru til þriðja sæti deildarinnar með öruggum átta marki sigri í uppgjöri liðanna í 9. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum. Liðin hafa verið jöfn að stigum um langt...
Fréttir
Íslendingar eru í toppbaráttu í Svíþjóð
Grannliðin IFK Kristianstad og HK Karlskrona færðust upp í annað og þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í kvöld með góðum sigrum í viðureignum sínum. Hvort lið hefur 13 stig eftir 10 leiki, tveimur stigum á eftir Ystads IF...
Fréttir
Sigvaldi markahæstur þegar Kolstad komst í úrslit þriðja árið í röð
Kolstad og Elverum mætast í úrslitum norsku bikarkeppninnar í karlaflokki eftir að hafa unnið leiki sína í undanúrslitum í dag. Kolstad, sem unnið hefur bikarinn tvö undangengin tímabil, lagði Drammen, 33:29, í Drammen. Elverum var hinsvegar í krappari dansi...
Fréttir
30. sigur Vals í röð í Olísdeildinni – taplaust ár 2024
Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna ljúka leikárinu í Olísdeild kvenna án þess að tapa einu stigi eftir að hafa unnið ÍBV, 28:21, í 9. umferð deildarinnar í kvöld í N1-höllinni á Hlíðarenda í síðasta leik liðanna í deildinni á...
A-landslið kvenna
Alltaf er erfitt að skilja einhverjar eftir
„Leikirnir við Pólland í síðasta mánuði gáfu okkur ákveðin svör sem hjálpuðu mikið en engu að síður er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir. Það er þannig og á kannski að vera svoleiðis. Um er að ræða leikmenn sem...
A-landslið kvenna
Fimm breytingar frá HM hópnum fyrir ári
Fimm konur sem voru í landsliðshópnum á heimsmeistaramótinu fyrir nærri ári eru ekki í hópnum sem var valinn í dag til þátttöku á Evrópumótinu sem fram fer í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi og hefst síðar í þessum mánuði. Fyrir...
A-landslið kvenna
Þrjár voru með á EM 2010 og 2012
Þrjár sem skipa landsliðshópinn í handknattleik sem tekur þátt í Evrópumótinu í handknattleik í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi undir lok þessa mánaðar voru með íslenska landsliðinu á EM 2010 í Danmörku og tveimur árum síðar, 2012 þegar EM fór...
A-landslið kvenna
EM-hópurinn hefur verið opinberaður
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair hvaða 18 leikmenn hann hefur valið til þátttöku á EM kvenna í handknattleik sem hefst 28. nóvember í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Þetta verður í...
Efst á baugi
Dagskráin: Síðustu leikir fyrir EM – Fram fer til Eyja
Níunda umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Þetta er síðasta umferð deildarinnar áður keppni verður frestað fram til 4. janúar vegna þátttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu sem hefst undir lok mánaðarins. Einnig er leikjunum flýtt vegna...
Nýjustu fréttir
Hillir undir nýja keppnishöll hjá Íslendingaliði
Handknattleiksliðið Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar, hefur árum sama barist fyrir nýrri keppnishöll. Nú virðist vera komin...