- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: December, 2024

Bæði lið köstuðu frá sér sigri í Vestmannaeyjum

ÍBV og FH skildu jöfn, 26:26, í 14. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag í viðureign þar sem leikmenn beggja liða fóru illa að ráði sínu á síðustu sekúndum þegar möguleiki var á að tryggja sigur....

Töpuðu fyrstu stigunum í heimsókn til borgar rósanna

Haukur Þrastarson og liðsfélagar í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest töpuðu í dag sínum fyrstu stigum í rúmensku úrvalsdeildinni. Þeir misstu niðu fimm marka forskot á síðustu mínútunum gegn SCM Politehnica Timișoara á útivelli og máttu sætta sig við skiptan...

EHF staðfestir að Ísland verður í efri flokki þegar dregið verður í HM-umspil

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki heimsmeistaramóts kvenna í Vínarborg á morgun áður en úrslitaleikir Evrópumóts kvenna í handknattleik hefjast. Ísland hefur aldrei áður verið í efri flokknum þegar...

Dagskráin: Tveir leikir í Olísdeild og tveir í Grill 66-deildinni

Síðustu leikir ársins í Olísdeild karla og í Grill 66-deildum karla fara fram í dag. Strax upp úr hádeginu taka leikmenn ÍBV og Íslandsmeistara FH til við leik í íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum. Aftureldingarmenn eru á leiðinni norður á Akureyri...

Ásgeir Snær skoraði 10 mörk í síðasta sigurleik Víkinga á árinu

Ásgeir Snær Vignisson skoraði 10 mörk þegar Víkingur vann HK2, 35:30, í síðasta leik liðanna á ársinu í Grill 66-deild karla í Safamýri í gærkvöld. Víkingar ljúka árinu í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig að loknum tíu leikjum....

Samantekt: Ungverjaland – Noregur, EM kvenna

Hér fyrir neðan er samantekt frá undanúrslitaleik Ungverjalands og Noregs á Evrópumóti kvenna í handknattleik sem fram fór í gærkvöld. Noregur vann leikinn, 30:22, og leika til úrslita við Danmörku á morgun sunnudag, klukkan 17.00.Noregur og Danmörk mættust einnig...

Samantekt: Frakkland – Danmörk, EM kvenna

Hér fyrir neðan er samantekt frá undanúrslitaleik Frakklands og Danmerkur á Evrópumóti kvenna í handknattleik sem fram fór í gærkvöld. Danir unnu leikinn, 24:22, og leika til úrslita við Norðmenn á morgun sunnudag, klukkan 17.00. Leikurinn verður sendur út...

Molakaffi: Einar, Arnar, Tumi, Hannes, Grétar, Tollbring, Bergendahl

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk þegar IFK Kristianstad vann Alingsås HK, 34:28, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kristianstad færðist upp að hlið Karlskrona og IK Sävehof í annað til fjórða sæti deildarinnar. Hvert lið...

Kristensen hetja Danmerkur sem leikur til úrslita annað EM í röð

Danir eru skiljanlega í sjöunda himni eftir að landsliðs þeirra lagði heimsmeistara Frakka, 24:22, í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Annað Evrópumótið í röð leikur danska landsliðið gegn því norska í úrslitaleik í Vínaborg á sunnudaginn sem...

Við viljum skora mikið – það er okkar leikur

„Fyrst og fremst lagði frábær sóknarleikur grunn að sigrinum auk þess sem við náðum tveimur góðum köflum í hvorum hálfleik í vörninni. Á þeim köflum tókst okkur að ná forskoti,“ segir Einar Jónsson þjálfari Fram í samtali við handbolta.is...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Molakaffi: Dibirov, Winkler, Heine, Jensen, Steenaerts, Schefvert

Rússneski handknattleiksmaðurinn Timur Dibirov hefur tilkynnt að hann ætli að hætta handknattleiksiðkun sem atvinnumaður í sumar. Dibirov er 42...
- Auglýsing -