- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: December, 2024

Nýliðar Fjölnis verða fyrir áfalli – Haraldur er úr leik

Olísdeildarlið Fjölnis hefur orðið fyrir áfalli en staðfest hefur verið að stórskyttan Haraldur Björn Hjörleifsson sleit krossband í viðureign Fjölnis og KA í Olísdeildinni undir lok síðasta mánaðar. Af þessari ástæðu leikur Haraldur Björn ekki fleiri leiki á yfirstandandi...

Inga Dís tryggði Haukum annað stigið á lokasekúndum

Inga Dís Jóhannsdóttir tryggði Haukum2 annað stigið í heimsókn til Vals2 í Grill 66-deild kvenna á Hlíðarenda í gærkvöld. Hún skoraði markið á allra síðustu sekúndu leiksins, 26:26.Nokkrum sekúndum áður en Inga Dís skoraði sigurmarkið hafði hún átt þrumuskot...

Sirkusmark, sigur og ævintýralegur sprettur Haraldar þjálfara

Theodór Sigurðsson tryggði Fram2 sigur á Haukum2 með sirkusmarki á síðustu sekúndu, 30:29, í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla á Ásvöllum í gærkvöld. Síðustu sekúndur leiksins voru hreint ævintýralegar en tekin voru tvö leikhlé.Auk glæsilegs sigurmarks Theodórs verður...

Tumi Steinn og Hannes Jón í 16-liða úrslit

Tumi Steinn Rúnarsson og liðsfélagar í Alpla Hard komust áfram í átta liða úrslitum austurrísku bikarkeppninnar í gærkvöld. Alpla Hard vann þá grannliðið Bregenz, 37:24, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 21:12. Alla jafna eru viðureignir...

Molakaffi: Japan vann í Nýju Delí, Toft, Axnér, Andersen

Japanska landsliðið varð í gær Asíumeistari í handknattleik kvenna eftir nauman sigur á landsliði Suður Kóreu, 25:24, í úrslitaleik Asíumótsins sem staðið hefur yfir í Nýju Delí á Indlandi síðan í upphafi mánaðarins. Suður Kórea var með þriggja marka...

Danir afskrifa tvo sterka leikmenn á EM

Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik kvenna er tilneyddur að afskrifa frekari þátttöku tveggja sterkra leikmanna á Evrópumótinu í handknattleik. Tilkynnt var síðdegis að Althea Reinhardt og Sarah Iversen taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu.Iversen sleit krossband...

Svíar leika um fimmta sætið á EM sem getur skipt máli

Svíar leika um 5. sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik á föstudaginn gegn annað hvort Danmörku eða Hollandi eftir að hafa lagt Svartfellinga, 25:24, í æsispennandi viðureign og þeirri síðustu sem fram fór á mótinu í Debrecen í Ungverjalandi...

„Draumurinn er að fylla staðinn og eiga góða stund saman“

Klefinn.is og HSÍ og A-landsliðs kvenna bjóða í áhorfspartý á úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í Minigarðinum sunnudaginn 15. desember klukkan 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir að sögn Silju Úlfarsdóttur sem skipuleggur og heldur utan um samkomuna en þangað...

Ungverjar glíma við Þóri og norska landsliðið í undanúrslitum

Ungverjar mæta norska landsliðinu í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í Vínarborg á föstudaginn. Það var ljóst eftir að ungverska landsliðið tapaði fyrir Frökkum í síðustu umferð milliriðils eitt í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld, 30:27. Ungverska landsliðið hafnaði...

Heimir og Maksim velja U19 ára liðið sem tekur þátt í Sparkassen Cup

Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev, þjálfarar 19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa valið hóp pilta til æfinga 20. - 22. desember og til þátttöku á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi 26. - 30. desember. Mótið verður...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Dagskráin: Eftir 50 daga hlé hefst keppni á ný

Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna í dag en hlé var gert á keppni í deildinni 14. nóvember...
- Auglýsing -