Kristian Kjelling heldur áfram þjálfun norska úrvalsdeildarliðsins Drammen fram til ársins 2028. Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning við félagið. Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson er annar tveggja markvarða Drammen-liðsins.
Maik Machulla, sem vikið var úr starfi þjálfara Aalborg Håndbold í vetur...
Einn handknattleiksmaður, Ómar Ingi Magnússon, er á meðal tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2024 sem Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir 69. árið í röð. Ómar er landsliðsmaður og leikmaður þýska meistaraliðsins SC Magdeburg. Liðið vann einnig bikarkeppnina í Þýskalandi...
Oft hefur gengið betur hjá liðum íslenskra handknattleiksmanna í þýska handknattleiknum en í kvöld. Gummersbach og Göppingen biðu lægri hlut í 1. deildinni og efsta lið 2. deildar, Bergischer HC, varð að játa sig sigrað í heimsókn til Eintracht...
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson lét til sín taka í dag með Wisla Plock þegar liðið vann stórsigur á Górnik Zabrze, 41:21, á heimavelli í síðasta leik liðanna í pólsku úrvalsdeildinni á árinu. Hann mætti til leiks þegar á leið...
Landsliðkonurnar þrjár sem leika í þýska handknattleiknum fór af stað í dag eftir frí í deildarkeppninni vegna Evrópumóts kvenna. Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir unnu stórsigur með liði sínu Blomberg-Lippe á Buxtehuder SV á heimavelli, 34:20, og færðist...
Landsliðsmaðurinn í handknattleik Viggó Kristjánsson er sterklega orðaður við HC Erlangen samkvæmt frétt SportBild í dag. Þar kemur fram að HC Erlangen sé reiðubúið að greiða 250.000 evrur, jafnvirði 35 milljóna króna, fyrir að fá Viggó til sín strax...
Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum skoraði eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handknattleik sem lauk um síðustu helgi. Eitt marka hennar í leik Íslands við Holland í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Ólympíuhöllinni í Innsbruck er eitt tíu...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar Alpla Hard vann Linz á útivelli, 38:27, í 14. umferð austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Liðin mættust í úrslitum um austurríska meistaratitilinn í vor og hafði...
Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk í níu skotum í fjögurra marka sigri Volda á Glassverket, sem Birna Berg Haraldsdóttir lék eitt sinn með, 30:26. Leikurinn fór fram í Drammenshallen í gær. Volda er í öðru sæti deildarinnar...
Eftir tap fyrir Arendal í vikunni þá risu Noregsmeistarar Kolstad upp eins og fuglinn Fönix þegar mestu máli skipti í dag. Þeir mættu efsta liði norsku úrvalsdeildarinnar, Elverum, á heimavelli og sýndu að þeir eru ekki af baki dottnir...