Monthly Archives: February, 2025
Fréttir
ÍBV átti endasprettinn – Grótta föst í 10. sæti
ÍBV lagði Gróttu með tveggja marka mun í viðureign liðanna í Vestmannaeyjum í dag í Olísdeild karla í handknattleik, 31.29, eftir hafa einnig verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15.Eyjamenn sitja í sjötta til sjöunda sæti deildarinnar með 18...
Fréttir
Miðdegismolar: Halda áfram, Pytlick, Hlavatý, Vestergaard, Jørgensen
Norska meistararliðið Kolstad missir ekki aðeins frá sér leikmenn um þessar mundir. Nokkrir leikmenn liðsins auk þjálfarans Christian Berge hafa skrifað undir nýja samninga. Berge þjálfari ætlar að halda sínu striki við þjálfun Kolstad til ársins 2030. Martin Hovde...
Fréttir
Viktor fékk frí en Janus Daði fagnaði sigri
Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður fékk frí í gær þegar lið hans ORLEN Wisla Plock mætti Azoty Puławy í 19. umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á útivelli. Wisla Plock vann leikinn með 14 marka mun, 34:20. Liðið er í efsta...
Efst á baugi
Kapphlaup Selfoss og Þórs um efsta sætið heldur áfram
Kapphlaup Selfoss og Þórs um efsta sæti Grill 66-deildar karla heldur áfram. Á eftir þeim lúra Víkingar í þriðja sæti og eru tilbúnir að sæta færis ef Þórsurum og Selfyssingum verður á í messunni. Víkingar unnu stórsigur á unglingaliði...
Fréttir
Dagskráin: Eyjar, Úlfarsárdalur og fleira
Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag og einnig ein viðureign í Grill 66-deild karla. Ekki verður heldur slegið slöku við kappleiki í 2.deild karla. Leikirnir í Olísdeild karla og í Grill 66-deild kvenna verða vonandi sendir...
Myndskeið
Valdir kaflar – úrslitaleikur HM karla 1978
Hér fyrir neðan er stutt myndskeið frá úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í handknattleik 1978 á milli Vestur Þýskalands og Sovétríkjanna. Leikurinn fór fram í Brøndby-hallen í Kaupmannahöfn. Vestur Þýskaland vann leikinn, 20:19, og þar með heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn.Í leiknum...
Fréttir
Óttast að spænski landsliðsmarkvörðurinn hafi slitið krossband
Óttast er að spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Evrópumeistara Barcelona eftir að hann meiddist í viðureign Barcelona og Bidasoa Irún í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Grunur er uppi um að de Vargás...
Efst á baugi
Steig upp úr meiðslum og fór á kostum
Tumi Steinn Rúnarsson mætti til leiks með Alpla Hard í efstu deild austurríska handknattleiksins í gær eftir að hafa verið frá keppni um tíma vegna tognunar í kviðvöðva. Hann skoraði sex mörk og átti jafn margar stoðsendingar í sigurleik...
Fréttir
Petrus sagður vera á leið frá Barcelona til Veszprém
Hið sænska Aftonbladet segir frá því að Thiagus Petrus, sem af mörgum er talinn vera fremsti varnarmaður heims meðal handknattleiksmanna, gangi til liðs við ungverska meistaraliðið Veszprém í sumar. Brasilíumaðurinn hefur leikið með Barcelona frá 2018. Hann þekkir vel...
Efst á baugi
Molakaffi: Þorsteinn, Dagur, Sandra, Óðinn, Aldís, Jóhanna, Berta
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hans, Porto vann ABC de Braga, 31:22, í efstu deild portúgalska handknattleiksins í gær. Porto er í efsta sæti deildarinnar þremur stigum á undan...
Nýjustu fréttir
Átta síðustu farseðlarnir gengu út í dag – þjóðirnar 24 sem taka þátt í EM26
Norður Makedónía, Serbía, Austurríki, Pólland, Sviss, Ítalía, Úkraína og Rúmenía gripu átta síðustu farseðlana á Evrópumót karla í handknattleik...
- Auglýsing -