Monthly Archives: May, 2025

Taka til varna vegna bannsins langa

Forráðamenn austurríska handknattleiksliðsins Alpla Hard ætlar að berjast gegn löngu keppnisbanni sem Ivan Horvat leikmaður liðsins var dæmdur í á dögunum upp á liðlega 26 mánuði, út leiktíðina 2027. Horvat sló leikmann Bregenz harkalega á nefið í viðureign liðanna...

Þjálfari BM Porriño segir hraðann vera lykil að sigri

Isma Martínez þjálfari BM Porriño, sem Valur mætir í úrslitaleik Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á Spáni í dag, segir í viðtali við Mundo Deportivo að hraðinn geti orðið lykill síns liðs að sigri í leiknum. Martínez segir lið sitt...

Baldur Fritz var við æfingar hjá Magdeburg

Markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik, ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason, var í vikunni við æfingar hjá þýska meistarliðinu SC Magdeburg. Fram kemur á Facebook-síðu ÍR að Baldur Fritz hafi fengið boð um að koma til æfinga hjá stórliðinu. Skiljanlega er...

Molakaffi: Alfreð, Holm, Lauge, Bartusz, Palasics

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattliek karla verður án markvarðarins sterka, Andreas Wolff, örvhentu skyttunnar Franz Semper og línumannsins Johannes Golla í síðasta leiknum í undankeppni EM á morgun. Þjóðverjar mæta Tyrkjum sem er neðstir í riðlinum. Þýska liðið...

Söguleg stund rennur upp: höfum lengi beðið eftir þessum leik

„Við höfum lengi beðið eftir þessum leik,“ segir Hildur Björnsdóttir fyrirliði Vals spurð um fyrri úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna við spænska liðið BM Porriño sem fram fer á Spáni í dag. Flautað verður til stórleiksins klukkan 15.Aldrei...

Erum með betra lið og meiri breidd

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins. Bæði lið eru komin áfram í lokakeppnina. Fyrir leikmenn íslenska landsliðsins snýst viðureignin fyrst og fremst um að ná fram...

Aldís Ásta og félagar eru í frábærri stöðu

Aldís Ásta Heimisdóttir og samherjar hennar í Skara HF eru í frábæra stöðu í úrslitarimmunni við IK Sävehof um sænska meistaratitilinn eftir annan sigur í röð í kvöld, 27:22, þegar leikið var í Partille Arena, heimavelli Sävehof. Á Skara...

Þúsundir Færeyinga stefna á EM – 20 flugferðir auk þess sem Norræna siglir til Óslóar

Reiknað er með að hið minnsta 5.000 Færeyingar fylgi karlalandsliðinu til Óslóar á Evrópumeistaramótið í handknattleik í janúar á næsta ári. Flugfélagið Atlantic Airways hefur skipulagt 20 flugferðir með Færeyinga til Gardemoen frá 14. til 18. janúar auk þess...

Verður snúinn leikur í mikilli stemningu

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals hefur skoðað spænska liðið BM Porriño í þaula fyrir fyrri úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppni kvenna sem fram fer í Porriño á norðvesturhluta Spánar á morgun, laugardag. Hann segir liðið vera „mjög vel spilandi“ og hafi...

Væri til í að vinna einn bikar með Melsungen

Landsliðsmaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er mættur í slaginn með íslenska landsliðinu á nýjan leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Arnar Freyr tognaði í aftanverðu læri í vináttulandsleik við Svía nokkrum dögum fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Hann var frá keppni...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Hillir undir nýja keppnishöll hjá Íslendingaliði

Handknattleiksliðið Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar, hefur árum sama barist fyrir nýrri keppnishöll. Nú virðist vera komin...
- Auglýsing -