Monthly Archives: May, 2025
Fréttir
Orri Freyr og félagar í kjörstöðu fyrir úrslitaleikinn
Orra Frey Þorkelssyni og liðsfélögum í Sporting Lissabon varð ekkert á í messunni í kvöld þegar þeir sóttu Maritimo heim til Madeira í næsta síðustu umferð úrslitakeppni fjögurra efstu liða portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þeir unnu með níu...
Efst á baugi
Haraldur Björn er mættur í heimahaga á ný
Handknattleiksmaðurinn Haraldur Björn Hjörleifsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í heimahagana til Aftureldingar eftir tveggja ára veru hjá Fjölni. Haraldur Björn hefur hripað nafn sitt undir tveggja ára samning við Aftureldingu, eftir því sem segir í tilkynningu félagsins...
Efst á baugi
Silfrið kom í hlut landsliðskvennanna eftir annasamt tímabil
Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir ljúka annasömu fyrsta keppnistímabili með þýska liðinu Blomberg-Lippe með silfurverðlaunum í þýsku 1. deildinni. Blomberg-Lippe tapaði síðari úrslitaleiknum um þýska meistaratitilinn fyrir Ludwigsburg, 26:22, á heimavelli. HB Ludwigsburg er þar með...
Fréttir
Dagur leikur til úrslita í Evrópudeildinni
Franska liðið Montpellier með Akureyringinn Dag Gautason innan sinna raða leikur til úrslita í Evrópudeildinni í handknattleik karla á morgun gegn þýska liðinu Flensburg. Montpellier lagði THW Kiel, 32:31, í síðari undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í Barclays Arena í Hamborg nú...
Fréttir
Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven Tobar
Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar í Porto höfðu betur gegn Benfica, með Stiven Tobar Valencia innanborðs, í næst síðustu umferð fjögurra liða úrslita portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í Porto í dag, 37:34.Þar með eru leikmenn Porto albúnir...
Fréttir
Elvar Örn og Arnar Freyr leika um brons í Hamborg
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson og samherjar í MT Melsungen leika um bronsverðlaun í Evrópudeildinni í handknattleik á morgun. Þeir töpuðu fyrir Flensburg í framlengdum háspennuleik í undanúrslitum í Hamborg í dag, 35:34.THW Kiel og Montpellier mætast...
Fréttir
Daníel Berg verður Stefáni til halds og trausts
Daníel Berg Grétarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar. Hann mun vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að sjá um U-Lið og þriðja flokk félagsins. Daníel Berg mun þar með vinna þétt með Stefáni Árnasyni sem...
Efst á baugi
Grétar Áki tekur við af Sólveigu Láru
Grétar Áki Andersen hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára. Hann tekur við af Sólveigu Láru Kjærnested sem lét af störfum á dögunum eftir þriggja ára frábært starf hjá ÍR.Grétar Áki þekkir vel til hjá ÍR....
Efst á baugi
Mariam lék á ný með Val eftir langa fjarveru
Mariam Eradze tók þátt í sínum fyrsta kappaleik með Val í gærkvöldi síðan hún sleit krossband á æfingamóti á Selfossi í ágúst 2023. Mariam lék síðustu mínúturnar í annarri viðureign Hauka og Vals í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum.Eftir...
Efst á baugi
Eyjamaðurinn er kominn á fulla ferð á nýjan leik
Hákon Daði Styrmisson og félagar í Eintracht Hagen unnu Ferndorf í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 32:27. Leikið var á heimavelli Ferndorf. Hagen lyfti sér a.m.k. upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum.Hákon Daði skoraði fimm mörk...
Nýjustu fréttir
Sótti tónleika til að heiðra minningu látins vinar
Króatíski handknattleiksmarkvörðurinn Filip Ivic, sem rekinn var frá serbneska handknattleiksliðinu RK Vojvodina fyrr í vikunni eftir að hafa sótt...
- Auglýsing -