Jaron Siewert þjálfari Füchse Berlin var í dag yngsti maðurinn til þess að stýra liði til sigurs í þýsku 1. deildinni í handknattleik. þegar Füchse Berlin vann þýska meistaratitilinn í karlaflokki í fyrsta sinn. Siewert er 31 árs...
Ungverska liðið One Veszprém varð í dag ungverskur meistari í handknattleik eftir sigur á höfuðandstæðingi sínum, Pick Szeged, í hreinum úrslitaleik á heimavelli, 34:31. Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson tóku ekki þátt í leiknum. Viðureignin átti að...
Berglind Benediktsdóttir hefur yfirgefið bikarmeistara Hauka og gengið á ný til liðs við uppeldisfélag sitt, Fjölni í Grafarvogi.Berglind fór frá Fjölni yfir til Fram en lagði síðan leið sína til Hauka hvar hún hefur leikið við góðan orðstír í...
Füchse Berlin varð í dag þýskur meistari í handknattleik karla í fyrsta skipti. Berlínarliðið vann Rhein-Neckar Löwen í lokaumferðinni, 38:33, í Mannheim. Füchse Berlin var einu stigi fyrir ofan meistara síðasta árs, SC Magdeburg, sem vann Bietigheim, 35:25.Viggó Kristjánsson...
Handknattleiksdeild Hauka lokaði tímabilinu með skínandi lokahófi um daginn. Það var sannkölluð Haukastemning þar sem leikmenn, þjálfarar og sjálfboðaliðar komu saman til að fagna árangri, seiglu og samstöðu. Kvöldið var fyllt af gleði, hlátri og góðum mat, eftir því...
Dagur Gautason og liðsfélagar í Montpellier unnu PAUC, 31:27, á útivelli í síðustu umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Dagur skoraði ekki mark á þeim 30 mínútum sem hann tók beint þátt í leiknum en um var...
Landslið Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og í yngri í karlaflokki, tapaði síðasta leik sínum á Nordic Open-mótinu sem hófst í Færeyjum á föstudag og lýkur í dag. Þýska landsliðið reyndist ofjarl íslenska liðsins í morgun þegar...
Gamla stórliðið GWD Minden tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik eftir nokkurra ára fjarveru í spennandi lokaumferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í gær. Minden-liðið fylgir þar með lærisveinum Arnórs Þórs Gunnarssonar í Bergischer HC upp...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting fögnuðu sigri á Porto í úrslitaleik portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik síðdegis, 28:27. Aðeins er vika síðan Sporting vann Porto í síðustu umferð úrslitakeppninnar og innsiglaði sér meistaratitilinn annað árið í röð. Sporting...
Piltarnir í 17 ára landsliði Íslands í handknattleik unnu landslið Sviss, 34:30, í kaflaskiptum leik í annarri umferð af þremur á Nordic Open mótinu í Færeyjum í dag. Leikið var í nýrri þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir.Þetta er annar sigur...