Sólveig Ása Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður Fjölnis á síðustu leiktíð, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Mikill hugur er í Fjölnisfólki fyrir næstu leiktíð. Endurnýjaðir hafa verið samningar við leikmenn liðsins auk þess sem liðsauki hefur borist...
Sænsk sjónvarpsstöð sem sendir út alla leiki í sænsku úrvalsdeildunum í handknattleik kvenna og karla, svipuð Handboltapassanum hér á landi, hefur ákveðið að lækka áskriftarverðið hressilega. Á síðustu leiktíð kostaði mánaðaráskrift 449 kr. en verður lækkuð niður í 199...
Færeyska landsliðið er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Færeyingar unnu Slóvena í átta liða úrslitum í Sosnowiec í Póllandi, 35:33, í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem færeyskt landslið...
Ein allra fremsta handknattleikskona Noregs um langt árabil, Camilla Herrem, hefur greinst með brjóstakrabbamein. Hún sagði frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag. Hún byrjar í læknismeðferð á morgun en þá verður vika liðin síðan læknir staðfesti að Herrem...
Slóvenía og Færeyjar mætast í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts 21 árs landsliða í Sosnowiec í Póllandi klukkan 19. Ef Færeyingar vinna leikinn komast þeir í fyrsta sinn í undanúrslit heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla.
Hér fyrir neðan hlekkur á streymi...
Með frábærum varnarleik í síðari hálfleik þá braut íslenska landsliðið það pólska á bak aftur í viðureign liðanna á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik í Sosnowiec í Póllandi í dag. Lokatölur 38:32, eftir jafna stöðu í hálfleik,...
Hér fyrir neðan er hlekkur á streymi frá viðureign Póllands og Íslands á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í Katowice í Póllandi. Sigurliðið leikur um 17. sæti mótsins á morgun en tapliðið leikur um 19. sætið.
https://www.youtube.com/watch?v=8H1xIuc0kkY
Sænska meistaraliðið Skara HF sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með og Lena Margrét Valdimarsdóttir gengur til liðs við í sumar, ætlar að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn á næsta leiktíð. Félagið hefur ákveðið að taka sæti...
Andri Már Rúnarsson landsliðsmaður í handknattleik er með uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska liðið SC DHfK Leipzig. Þetta staðfesti Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra Más, í samtali sem birt var í gærkvöld á Sýn og síðar hjá Vísir. Þegar...
Michael Wiederer forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, fær ekki mótframboð á þingi EHF í byrjun september. Ekkert mótframboð barst eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Wiederer, sem er 69 ára gamall Austurríkismaður hefur verið forseti EHF frá 2016 en...
Vaxandi spennu gætir síðustu dagana áður en þing Alþjóða handknattleikssambandsins hefst í Kaíró. Mikil eftirvænting ríkir vegna væntanlegs forsetakjörs...