- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: October, 2025

Ágúst tryggði fyrsta sigur HK – Afturelding áfram efst – úrslit kvöldsins

Ágúst Guðmundsson tryggði HK fyrsta sigurinn í Olísdeild karla á leiktíðinni í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið, 34:33, gegn FH í Kaplakrika. HK var tveimur mörkum undir í hálfleik, 19:17, en léku mun betur en FH-liðið í síðari hálfleik...

Viktor Gísli heimsmeistari með Barcelona

Viktor Gísli Hallgrímsson varð heimsmeistari félagsliða með samherjum sínum í Barcelona í kvöld. Barcelona vann ævintýralegan sigur á One Veszprém, 31:30, í tvíframlengdum úrslitaleik í Kaíró. Leikmenn Barcelona skoruðu tvö mörk á síðustu 45 sekúndunum og tryggðu sér þar...

Evrópumeistararnir voru ekki í vanda

Evrópumeistarar SC Magdeburg áttu ekki í teljandi erfiðleikum með Afríkumeistara Al Ahly í viðureigninni um þriðja sætið á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró í dag, lokatölur 32:23. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 19:11. Mestur varð munurinn 12 mörk, 28:16,...

Beint: Veszprém – Barcelona, kl. 17 – úrslitaleikur

Ungverska meistaraliðið One Veszprém mætir spænsku meisturunum, Barcelona, í úrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Kaíró í Egyptalandi klukkan 17.Bjarki Már Elísson leikur með One Veszprém og Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður er leikmaður Barcelona.Hér fyrir neðan er streymi á...

Þjálfari Skjern varð að taka pokann sinn

Mathias Madsen var í gær sagt upp starfi þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Illa hefur gengið hjá Skjern á leiktíðinni. Liðið er með þrjú stig af 10 mögulegum í úrvalsdeild karla og féll auk þess út í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar...

Einn frá Íslandi í færeyska landsliðinu

Valsmaðurinn Allan Norðberg er eini færeyski handknattleiksmaðurinn sem leikur hér á landi sem er í 19 karla landsliðshópi sem Peter Bredsdorff-Larsen landsliðsþjálfari og Hjalti Mohr Jacobsen aðstoðarmaður hans hafa valið til undirbúnings og þátttöku á fjögurra landsliða móti í...

Beint: SC Magdeburg – Al Ahly SC, kl. 14.15

Evrópumeistarar SC Magdeburg og Afríkumeistarar Al Ahly mætast í úrslitaleik um bronsverðlaunin á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik karla í Kaíró klukkan 14.15.Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með SC Magdeburg.https://www.youtube.com/watch?v=9i13t_Hf4jQ

Kostur að vera þrjóskur – þess vegna hélt ég áfram

„Það var fyrst og fremst ólýsanlegt að komast inn á völlinn aftur,“ segir handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson hjá Haukum þegar handbolti.is heyrði í honum hljóðið. Eftir þriggja ára þrautargöngu lék Darri loksins handbolta á ný þegar hann með Haukum mætti...

Grótta færðist upp að hlið Fram

Grótta færðist upp að hlið Fram 2 á toppi Grill 66-deildar karla í gærkvöld. Grótta lagði Hauka 2, 30:27, í upphafsleik 5. umferðar í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta hefur átta stig að loknum fimm viðureignum. Fram 2 á fjóra...

Jóhannes Berg í úrvalsliði dönsku deildarinnar

Jóhannes Berg Andrason var valinn í úrvalslið 5. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir frábæran leik með TTH Holstebro gegn meisturum Aalborg Håndbold í Álaborg á sunnudaginn. Úrvalsliðið er tekið saman af stjórnendum deildarkeppninnar. Íslendingar eru ekki á hverjum degi í...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Kvöldkaffi: Tryggvi, Döhler, Dagur, Elías, Tumi, Tryggvi, Grétar, Viktor

Tryggvi Þórisson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum í stórsigri liðsins á Sandefjord, 43:15, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Elverum...
- Auglýsing -