Monthly Archives: October, 2025
Myndskeið
Beint: Veszprém – Barcelona, kl. 17 – úrslitaleikur
Ungverska meistaraliðið One Veszprém mætir spænsku meisturunum, Barcelona, í úrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Kaíró í Egyptalandi klukkan 17.Bjarki Már Elísson leikur með One Veszprém og Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður er leikmaður Barcelona.Hér fyrir neðan er streymi á...
Efst á baugi
Þjálfari Skjern varð að taka pokann sinn
Mathias Madsen var í gær sagt upp starfi þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Illa hefur gengið hjá Skjern á leiktíðinni. Liðið er með þrjú stig af 10 mögulegum í úrvalsdeild karla og féll auk þess út í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar...
Efst á baugi
Einn frá Íslandi í færeyska landsliðinu
Valsmaðurinn Allan Norðberg er eini færeyski handknattleiksmaðurinn sem leikur hér á landi sem er í 19 karla landsliðshópi sem Peter Bredsdorff-Larsen landsliðsþjálfari og Hjalti Mohr Jacobsen aðstoðarmaður hans hafa valið til undirbúnings og þátttöku á fjögurra landsliða móti í...
Myndskeið
Beint: SC Magdeburg – Al Ahly SC, kl. 14.15
Evrópumeistarar SC Magdeburg og Afríkumeistarar Al Ahly mætast í úrslitaleik um bronsverðlaunin á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik karla í Kaíró klukkan 14.15.Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með SC Magdeburg.https://www.youtube.com/watch?v=9i13t_Hf4jQ
Efst á baugi
Kostur að vera þrjóskur – þess vegna hélt ég áfram
„Það var fyrst og fremst ólýsanlegt að komast inn á völlinn aftur,“ segir handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson hjá Haukum þegar handbolti.is heyrði í honum hljóðið. Eftir þriggja ára þrautargöngu lék Darri loksins handbolta á ný þegar hann með Haukum mætti...
Efst á baugi
Grótta færðist upp að hlið Fram
Grótta færðist upp að hlið Fram 2 á toppi Grill 66-deildar karla í gærkvöld. Grótta lagði Hauka 2, 30:27, í upphafsleik 5. umferðar í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta hefur átta stig að loknum fimm viðureignum. Fram 2 á fjóra...
Efst á baugi
Jóhannes Berg í úrvalsliði dönsku deildarinnar
Jóhannes Berg Andrason var valinn í úrvalslið 5. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir frábæran leik með TTH Holstebro gegn meisturum Aalborg Håndbold í Álaborg á sunnudaginn. Úrvalsliðið er tekið saman af stjórnendum deildarkeppninnar. Íslendingar eru ekki á hverjum degi í...
Grill 66-kvenna
Dagskráin: Heil umferð í Olísdeild karla
Allir leikir 5. umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld, sex viðureignir. Einnig verður ein viðureign í Grill 66-deild kvenna.Olísdeild karla, 5. umferð:Höllin Ak.: Þór – Stjarnan, kl. 18.KA-heimilið: KA – ÍR, kl. 18.15.Sethöllin: Selfoss – ÍBV, kl. 18.30.Myntkauphöllin:...
Efst á baugi
Þýska bikarkeppnin: úrslit og markaskorarar
Elbflorenz, Leipzig, Gummersbach og Hannover-Burgdorf komust áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í kvöld auk Füchse Berlin, Lemgo, Eisenach og Flensburg. HSV Hamburg, Göppingen, Eintracht Hagen og Rhein-Neckar Löwen féllu á hinn bóginn úr leik leik.Úrslit kvöldsins í...
Efst á baugi
Fimmtán leikmenn Vals skoruðu hjá Stjörnunni
Valur vann annan leik sinn í röð í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna, 34:27, í fjórðu umferðinni í Hekluhöllinni í Garðabæ. Með sigrinum er Valur með sex stig eins og KA/Þór og ÍBV í...
- Auglýsing -
Nýjustu fréttir
Handboltahöllin: „Ekkert ósvipað Alexander Petersson í gamla daga“
„Þetta er glæsilegur varnarleikur, ekkert ósvipað Alexander Petersson í gamla daga,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir sérfræðingur Handboltahallarinnar í þætti...



