- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: October, 2025

Beint: Veszprém – Barcelona, kl. 17 – úrslitaleikur

Ungverska meistaraliðið One Veszprém mætir spænsku meisturunum, Barcelona, í úrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Kaíró í Egyptalandi klukkan 17.Bjarki Már Elísson leikur með One Veszprém og Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður er leikmaður Barcelona.Hér fyrir neðan er streymi á...

Þjálfari Skjern varð að taka pokann sinn

Mathias Madsen var í gær sagt upp starfi þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Illa hefur gengið hjá Skjern á leiktíðinni. Liðið er með þrjú stig af 10 mögulegum í úrvalsdeild karla og féll auk þess út í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar...

Einn frá Íslandi í færeyska landsliðinu

Valsmaðurinn Allan Norðberg er eini færeyski handknattleiksmaðurinn sem leikur hér á landi sem er í 19 karla landsliðshópi sem Peter Bredsdorff-Larsen landsliðsþjálfari og Hjalti Mohr Jacobsen aðstoðarmaður hans hafa valið til undirbúnings og þátttöku á fjögurra landsliða móti í...

Beint: SC Magdeburg – Al Ahly SC, kl. 14.15

Evrópumeistarar SC Magdeburg og Afríkumeistarar Al Ahly mætast í úrslitaleik um bronsverðlaunin á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik karla í Kaíró klukkan 14.15.Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með SC Magdeburg.https://www.youtube.com/watch?v=9i13t_Hf4jQ

Kostur að vera þrjóskur – þess vegna hélt ég áfram

„Það var fyrst og fremst ólýsanlegt að komast inn á völlinn aftur,“ segir handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson hjá Haukum þegar handbolti.is heyrði í honum hljóðið. Eftir þriggja ára þrautargöngu lék Darri loksins handbolta á ný þegar hann með Haukum mætti...

Grótta færðist upp að hlið Fram

Grótta færðist upp að hlið Fram 2 á toppi Grill 66-deildar karla í gærkvöld. Grótta lagði Hauka 2, 30:27, í upphafsleik 5. umferðar í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta hefur átta stig að loknum fimm viðureignum. Fram 2 á fjóra...

Jóhannes Berg í úrvalsliði dönsku deildarinnar

Jóhannes Berg Andrason var valinn í úrvalslið 5. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir frábæran leik með TTH Holstebro gegn meisturum Aalborg Håndbold í Álaborg á sunnudaginn. Úrvalsliðið er tekið saman af stjórnendum deildarkeppninnar. Íslendingar eru ekki á hverjum degi í...

Dagskráin: Heil umferð í Olísdeild karla

Allir leikir 5. umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld, sex viðureignir. Einnig verður ein viðureign í Grill 66-deild kvenna.Olísdeild karla, 5. umferð:Höllin Ak.: Þór – Stjarnan, kl. 18.KA-heimilið: KA – ÍR, kl. 18.15.Sethöllin: Selfoss – ÍBV, kl. 18.30.Myntkauphöllin:...

Þýska bikarkeppnin: úrslit og markaskorarar

Elbflorenz, Leipzig, Gummersbach og Hannover-Burgdorf komust áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í kvöld auk Füchse Berlin, Lemgo, Eisenach og Flensburg. HSV Hamburg, Göppingen, Eintracht Hagen og Rhein-Neckar Löwen féllu á hinn bóginn úr leik leik.Úrslit kvöldsins í...

Fimmtán leikmenn Vals skoruðu hjá Stjörnunni

Valur vann annan leik sinn í röð í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna, 34:27, í fjórðu umferðinni í Hekluhöllinni í Garðabæ. Með sigrinum er Valur með sex stig eins og KA/Þór og ÍBV í...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Handboltahöllin: „Ekkert ósvipað Alexander Petersson í gamla daga“

„Þetta er glæsilegur varnarleikur, ekkert ósvipað Alexander Petersson í gamla daga,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir sérfræðingur Handboltahallarinnar í þætti...
- Auglýsing -