Varnamenn serbneska landsliðsins fengu á tíðum að taka mjög hressilega á sóknarmönnum íslenska landsliðsins í leik liðanna á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Porsche Arena í gærkvöld. Fannst mörgum sem dómarar leiksins væri ekki nógu ákveðnir með flautur sínar,...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og liðsfélagar í Skanderborg voru nærri því að verða fyrstir til þess að vinna stig af Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold á leiktíðinni er þeir töpuðu með eins marks mun, 27:26, á heimavelli í dag í hörkuleik...
Austurríski landsliðsmaðurinn Nikola Bilyk hefur samið við HC Kriens-Luzern í Sviss. Samningurinn tekur gildi næsta sumar þegar samningur Bilyk við THW Kiel rennur út. HC Kriens-Luzern lék í tvígang við Fram á síðustu vikum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og vann...
„Það var geggjað að taka þátt. Þetta var sturlaður leikur sem ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í,“ segir Elísa Elíasdóttir sem lék sinn fyrsta leik á HM 2025 gegn Serbíu...
„Undir lokin fengum við tækifæri til þess að hirða annað stigið en nýttum það ekki. Heilt yfir hvernig við lékum síðari hálfleik var frábærlega gert og margt sem við lærum af og tökum með okkur inn í framhaldið,“ sagði...
Matthildur Lilja Jónsdóttir landsliðskona fer ekki í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hún fékk undir lok viðureignar Íslands og Serbíu á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gærkvöld. Jón Gunnlaugur Viggósson, hinn röggsami íþróttastjóri HSÍ, staðfesti í morgun að rauða spjaldið...
„Nóttin var allt í lagi en ég var reyndar lengi að sofna,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir landsliðskona í handknattleik þegar handbolti.is hitti hana fyrir utan hótel landsliðsins í Stuttgart. Þórey Anna, sem lék sinn 50. landsleik í gærkvöld, fékk...
Sara Sif Helgadóttir, annar markvörður íslenska landsliðsins, sýndi færni sína í upphitun fyrir leikinn við Serba á heimsmeistaramótinu í gærkvöld þegar hún hélt þremur boltum á loftið. Nokkuð sem er sannarlega ekki á allra færi.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari náði myndasyrpu...
Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag. ÍR tekur á móti Þór í Skógarseli klukkan 18.30 og freistar þess að ná fram hefndum fyrir tapið í fyrstu umferð Olísdeildar í upphafi leiktíðar.Einnig eru þrír leikir fyrirhugaðir í...
Andri Már Rúnarsson fór fyrir liði Erlangen í gær hann tryggði liðinu jafntefli á heimavelli gegn Stuttgart, 24:24, í hörkuleik þar sem Erlangen átti lengi vel undir högg að sækja. Andri Már skoraði sjö mörk og gaf tvær stoðsendingar....