Serbía vann öruggan sigur á Úrúgvæ, 31:19, í síðari leik C-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Porsche Arena í Stuttgart í kvöld. Serbar verða næstu andstæðingur íslenska landsliðsins á mótinu á föstudagskvöld klukkan 19.30.
Úrúgvæar héngu í Serbum lengst...
„Við náðum að standa lengi vel í þeim og það var ömurlegt að missa þær svo langt frá okkur þegar leið á síðari hálfleik,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolti.is í Porsche Arena í...
„Ég er mjög stolt af liðinu. Þetta var að mörgu leyti flottur leikur hjá okkur þótt vissulega hafi verið mistök gerð í vörn sem sókn. Þýska liðið sýndi að það væri einu þrepi ofar en við en á sama...
„Það var stigmunur á liðunum eins og við mátti búast en við börðumst allan tímann. Orkan var góð og ég er mjög stolt af liðinu og frammistöðu okkar,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is...
Íslenska landsliðið tapaði með sjö marka mun, 32:25, fyrir þýska landsliðinu í upphafsleik heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í Porsche Arena í kvöld. Þjóðverjar voru yfir, 18:14, að loknum fyrri hálfleik. Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Serbum á föstudagskvöld...
Sandra Erlingsdóttir, núverandi fyrirliði kvennalandsliðsins, er markahæsti leikmaður Íslands á heimsmeistaramóti. Hún skoraði 34 mörk á HM 2023 og komst upp fyrir Karen Knútsdóttur sem skoraði 28 mörk fyrir íslenska landsliðið á HM 2011 í Brasilíu. Í öðru sæti...
Elísa Elíasdóttir verður utan keppnishópsins í dag þegar íslenska landsliðið hefur þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik með viðureign við Þýskaland í Porsche Arena í Stuttgart klukkan 17.
Elísa er meidd í öxl en er sögð á batavegi.
Alls hafa 17 leikmenn...
Fáar þekkja betur til þýska handknattleiksins en Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður HSG Blomberg-Lippe. Hún hefur leikið í fimm ár í þýsku deildinni og mætt flestum leikmönnum þýska landsliðsins á þeim tíma auk þess sem tveir samherjar hennar...
„Ég er sjúklega spennt fyrir að vera komin hingað til Stuttgart,“ segir leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handknattleik, sem tekur þátt í heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. Hún þreytti frumraun sína á stórmóti á EM í fyrra sem hún...
Arnar Pétursson segir þýska liðið í dag vera nánast skipað sömu leikmönnum og íslenska landsliðið mætti á Evrópumótinu í Innsbruck í Austurríki fyrir ári síðan. „Þetta er öflugt lið með fjölbreytt og mikið vopnabúr,“ segir Arnar andstæðinginn en bætir...