- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: December, 2025

Víkingur tapaði máli hjá dómstólum HSÍ – þarf að greiða málskostnað Vals

Dómstóll HSÍ hefur fellt dóm í kæru Víkings vegna framkvæmdar leiks liðsins við Val 2 í Grill 66-deild karla í nóvembermánuði. Dómurinn féll Val í vil og kröfum Víkings hafnað þar sem um dómaramistök hafi verið að ræða og...

Matthildur Lilja hefur jafnað sig – fleiri hafa ekki veikst

Matthildur Lilja Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik hefur jafnað sig af veikindum sem slógu hana út af laginu í fyrrinótt og urðu þess valdandi að hún gat ekki tekið þátt í leiknum við Svartfellinga í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í gær. „Matthildur er...

Myndasyrpa: Súrt tap í Westfalenhalle

Íslenska landsliðið í handknattleik fékk ekki draumabyrjun í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í gær þegar það tapaði með níu marka mun, 36:27, fyrir Svartfellingum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Leikið var í Westfalenhalle...

Handboltahöllin: „Það var fullorðins varnarleikur“

ÍR-ingar unnu sinn fyrsta leik í Olísdeild karla á þessari leiktíð er þeir lögðu Þórsara í Skógarseli, 34:31. Farið var rækilega yfir leikinn og frammistöðu ÍR-liðsins í honum í Handboltahöllinni síðasta mánudag. Ásbjörn Friðriksson annar sérfræðingur þáttarins að þessu...

Dagskráin: Þrír leikir þegar 13. umferð hefst

Þrettánda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með þremur viðureignum. ÍR-ingar, sem unnu sinn fyrsta leik í deildinni á laugardaginn, sækja Selfyssinga heim klukkan 19 í upphafsleik umferðarinnar. Afturelding fær heimsókn af HK-ingum í Myntkaup-höllina að Varmá hálftíma...

Ennþá er von hjá Færeyingum þrátt fyrir tap

Þjóðverjar unnu Færeyinga, 36:26, í fyrstu umferð milliriðils tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Dortmund í gær. Lið beggja þjóða eru með íslenska landsliðinu í riðli á mótinu. Þrátt fyrir tapið þá er ekki öll von úti hjá...

Hætt hjá Skara HF og flytur heim til Íslands

Handknattleikskonan Aldís Ásta Heimisdóttir leikur ekki fleiri leiki með sænska meistaraliðinu Skara HF. Hún er barnshafandi og er að flytja heim til Akureyrar ásamt sambýlismanni eftir þriggja og hálfs árs veru í Skara. Frá þessu er sagt á heimasíðu Skara...

Fjórtán marka tap í síðasta leiknum

Íslands- og bikarmeistarar Fram töpuðu sjötta og síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir sóttu Elverum heim. Fjórtán marka munur var á liðunum þegar upp var staðið, 38:24. Þegar fyrri hálfleikur var að baki...

Evrópudeild karla “25 – riðlakeppni 32-liða – 6. umferð, úrslit, lokastaðan

Hér fyrir neðan eru úrslit 6. og síðustu umferðar riðlakeppni Evrópudeildar karla sem fram fór í kvöld og stuttlega farið yfir hvað íslensku handknattleiksmennirnir gerðu með liðum sínum, að leikmönnum Fram undanskildum. A-riðill: AHC Potaissa Turda - Saint Raphaël 25:34 (11:19). Flensburg-Handewitt...

Spennustigið var alls ekki rétt hjá okkur

„Við byrjuðum síðari hálfleik frekar illa, varnarleikurinn var alls ekki nógu góður og spennustigið ekki rétt,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í viðtali við handbolta.is í Westfalenhallen eftir níu marka tap fyrir Svartfjallalandi, 36:27, í fyrstu umferð...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Mikil spenna vegna forsetakjörs – vöngum velt yfir heilsu Moustafa

Vaxandi spennu gætir síðustu dagana áður en þing Alþjóða handknattleikssambandsins hefst í Kaíró. Mikil eftirvænting ríkir vegna væntanlegs forsetakjörs...
- Auglýsing -