- Auglýsing -
- Auglýsing -

21 árs landsliðið farið til Grikklands – HM hefst á þriðjudag

U21 árs landsliðið sem tók þátt í síðari vináttuleiknum við Færeyinga fyrir hálfum mánuði. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hefur keppni á heimsmeistaramótinu á þriðjudaginn með viðureign við landslið Marokkó. Íslenski keppnishópurinn hélt af landi brott í morgun áleiðis til Aþenu þar sem a.m.k. þrír fyrstu leikir íslenska liðsins fara fram. Grikkir og Þjóðverjar halda mótið saman.

Auk leiks við Marokkó árla á þriðjudaginn verður leikið við landslið Chile á miðvikudaginn og Serbíu á föstudaginn.

Alls taka landslið 32 þjóða þátt í HM að þessu sinni. Þau voru dregin í átta riðla með fjórum liðum í hverjum. Tvö efstu lið hvers riðils taka sæti í 16-liða úrslitum en tvö þau neðstu taka sæti í keppninni um forsetabikarinn. Keppikefli íslenska liðsins til að byrja með verður að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins.

Mótinu lýkur með úrslitaleikjum í Max Schmeling-halle í Berlín sunnudaginn 2. júlí.

Íslenski hópurinn á HM

Markverðir:
Adam Thorstensen, Stjörnunni.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu.
Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi.
Aðrir leikmenn:
Andri Finnsson, Val.
Andri Már Rúnarsson, Haukum.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, FH.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Ísak Gústafsson, Selfossi.
Jóhannes Berg Andrason, FH.
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Róbert Snær Örvarsson, ÍR.
Símon Michael Guðjónsson, HK.
Stefán Orri Arnalds, Fram.
Tryggvi Þórisson, IK Sävehof.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.
Starfsmenn:
Einar Andri Einarsson, þjálfari.
Róbert Gunnarsson, þjálfari.
Guðni Jónsson, liðsstjóri.
Hlynur Morthens, markvarðaþjálfari.
Kári Árnason, sjúkraþjálfari.
Gunnar Magnússon, fararstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -