- Auglýsing -
- Auglýsing -

21 íslenskt mark var skorað í Þrándheimi

Sigvaldi Björn Guðjónsson fagnar marki í leik með Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórir íslenskir handknattleiksmenn slógu ekki slöku við þegar lið þeirra, Kolstad og ØIF Arendal áttust við í Þrándheimi í kvöld í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik en um var að ræða leik umferðarinnar enda bæði taplaus þegar viðureignin hófst. Íslendingarnir skoruðu alls 21 mark af 72.

Meistarar Kolstad höfðu betur, 40:32, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12.

Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði Kolstad fór fyrir sínu liði og skoraði 8 mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson var næstur með sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, og Sveinn Jóhannsson skoraði einu sinni. Sigvaldi Björn geigaði ekki á skoti í leiknum.

Dagur Gautason skoraði fimm mörk fyrir Arendal-liðið, þjrú úr vinstra horn og tvö eftir hraðaupphlaup.

Kolstad er efst ásamt Drammen með sex stig eftir þrjár umferðir. ØIF Arendal er í hópi nokkurra liða með fjögur stig.

Staðan víða í Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -