- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fara með fjögurra marka forskot til Szeged

Nikola Karabatic leikmaður PSG sneri á stundum á varnarmenn Elverum í leiknum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og félagar eiga fjögur marka forskot til góða fyrir síðari leikinn við ungverska meistaraliðið Pick Szeged í 1. umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla eftir 25:21 sigur á heimavelli í kvöld. Síðari leikurinn verður í hinni glæsilegu nýju Pick Arena í Szeged eftir viku.


Teitur Örn skoraði tvö af mörkum Flensburgliðsins í kvöld og átti eina stoðsendingu. Flensburg var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10. Hampus Wanne var markahæstur hjá Flensburg með fimm mörk og Johannes Golla var næstur með fjögur mörk. Imanol Alustiza var markahæstur hjá Szeged með fimm mörk.


Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson skoruðu ekki mark fyrir Elverum í kvöld þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli við Parsi Saint German, 30:30. Thomas Solstad skoraði níu mörk fyrir Elverum og Eric Hoahnsson sjö. Kamil Syprzak fór á kostum hjá frönsku meisturunum. Hann skoraði 12 mörk.

Hollendingurinn Luc Steins skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar.
Annað kvöld mætast Vardar og Veszprém annarsvegar og Porto og Montpellier hinsvegar.


Barcelona, Vive Kielce, Kiel og Alaborg sitja yfir í fyrstu umferð en mæta til leiks í átta liða úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -