Svo kann að fara að Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu verði að súpa seyðið af orðum sem hann lét sér um munn fara í gærkvöld eftir viðureign ÍBV og Gróttu í Olísdeild karla.
Vísir segir frá að framkvæmdastjóri HSÍ hafi vísað tilteknum ummælum Arnars Daða til aganendar HSÍ. Eru þau talin vera óíþróttamannsleg og skaða ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Stefnir í að Arnar Daði verði kallaður inn á teppið hjá aganefnd á næstunni af þessum sökum.
Í frétt vísis segir að neðangreint ummæli, sem Arnar Daði lét falla í samtali við mbl.is, sé kornið sem fyllti mælinn að mati framkvæmdastjórans. Með þeim sé vegið að heiðarleika dómara leiksins, Ólafs Víðis Ólafsson og Vilhelms Gauta Bergsveinssonar.
„Ég skil ekki þá ákvörðun, ég hefði skilið það ef þeir ætla að gefa tvær mínútur, þá geta þeir fríað sig þannig. Að dæma víti, 10 sekúndur eftir, enginn að biðja um neitt og þeir stoppa tímann. Örugglega bara af því að þeir vildu að ÍBV myndi vinna leikinn, eða allavega fá tækifæri til að vinna leikinn, það er eina skýringin sem ég sé, sem þjálfari Gróttu, að dómararnir vildu sjá ÍBV fá tækifæri til að vinna þennan leik.“
Arnari Daða og eða Grótta gefst kostur á að bera hönd fyrir höfuð sér hjá aganefnd áður en úrskurður verður felldur.
Þetta er ekki fyrsta málið sem varða ummæli þjálfara sem kemur inn á borð aganefnda HSÍ á leiktíðinni. Í nóvember vísað framkvæmdastjóri ummælum Kristins Björgúlfssonar þjálfara ÍR í samtali við handbolta.is til aganefndar. Kristinn baðst innilegarar afsökunar á orðum sínum í yfirlýsingu áður en málið var leitt til lykta með eins leiks banni.