- Auglýsing -
- Auglýsing -

363 daga bið á enda

Leikmenn CSM Bucaresti fagna sigrií leik í Meistaradeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það var boðið uppá þrjá leiki í Meistaradeild kvenna í dag og allir leikir dagsins voru í A-riðli.  Stórfréttir dagsins komu frá Ungverjalandi þar sem FTC tók á móti Bietigheim þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu 11 marka sigur, 35:24. Þessi sigur er heldur betur sögulegur fyrir þýska liðið en það hafði beðið í 363 daga eftir honum. Ekki nóg með það þá er þetta aðeins annar útisigur félagsins í sögu Meistaradeildarinnar en fyrsti útisigur liðsins var fyrir þremur árum síðan þegar að liðið lagði Vipers að velli.

Emily Sando markvörður Bietigheim átti góðan leik í dag en hún var með 45% markvörslu og var stór þáttur í sigri þýska liðsins í dag en þrátt fyrir sigurinn i dag situr þýska liðið enn á botni riðilsins með 2 stig eftir sjö umferðir.

Í Rússlandi tóku heimastúlkur í Rostov-Don á móti danska liðinu Esbjerg. Sökum meiðsla var það fámennur hópur leikmanna sem ferðaðist með danska liðinu í þennan leik en aðeins níu útileikmenn og einn markvörður voru í leikmannahópi liðsins í dag.  Það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir gestina í þessum leik og fór svo að lokum að þær rússnesku unnu með fjögurra marka mun, 28:24. Bætti liðið þar með enn einum leiknum við sigurgöngu sína en það hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er taplaust í síðustu 5 leikjum í Meistaradeildinni.

Handbragð Per Johansson þjálfara Rostov-Don er hægt og rólega að koma í ljós en það er komið miklu betra flæði í sóknarleik liðsins heldur en var í upphafi móts.

Það voru svo Krim og CSM Búkaresti sem áttust við í lokaleik dagsins þar sem að gestirnir frá Rúmeníu komu mjög öflugar til leiks og eftir aðeins sex mínútna leik voru þær komnar með 5:1 forystu.
Heimakonur byrjuðu seinni hálfleikinn þó af krafti þar sem þær komust í tveggja marka forystu, 14:12, og á þeim kafla voru þær rúmensku í miklum vandræðum með varnarleik sinn. Þann leka náðu þær að stoppa þegar leið á seinni hálfleikinn sem gerði það að verkum að þær rúmensku náðu góðri rispu og fóru svo að lokum með sigur af hólmi, 25:23. 
Með þessum sigri styrktu CSM stöðu sína á toppi A-riðils en þær eru nú komnar með 10 stig eftir 6 leik en Krim situr í því sjöunda með aðeins þrjú stig.

Úrslit dagsins

FTC 24:35 Bietigheim (11:14)
Markaskorarar FTC: Aniko Kovacsics 7, Katrin Klujber 7, Emily Bölk 3, Noemi Hafra 3, Julia Behnke 1, Antje Malestein 1, Nadine Schatzl 1, Alicia Stolle 1.
Varin skot: Blanka Bíró 7, Kinga Janurik 2.
Markaskorarar Bietigheim: Antje Lauenroth 7, Julia Maidhof 7, Trine Jensen Ostergaard 6, Kim Naidzinavicius 4, Anna Loerper 3, Xenia Smits 2, Luisa Schulze 2, Danick Snelder 2, Stine Jorgensen 1, Nele Reimer1.
Varin skot: Emily Sando 18.

Rostov-Don 28:24 Esbjerg (15-13)
Markaskorarar Rostov: Iuliia Managarova 7, Viktoriya Borschenko 5, Vladlena Bobrovnikova 5, Anna Vyakhireva 4, Anna Sen 2, Grace Zaadi 2, Kristina Kozhokar 2, Anna Lagerquist 1.
Varin skot: Galina Gabisova 7, Viktoriia Kalinina 4.
Markaskorarar Esbjerg: Marit Jacobsen 8, Sonja Frey 4, Sanna Solberg 3, Mette Tranborg 3, Marit Malm Frafjord 2, Kaja Nielsen 2, Kristine Breistol 1, Annette Jensen 1.
Varin skot: Rikke Granlund 10.

Krim 23:25 CSM Búkaresti (11-12)
Markaskorarar Krim: Samara Da Silva 8, Matea Pletikosic 3, Valentina Klemencic 3, Tija Gomilar 3, Natasa Ljepoja 2, Maja Svetik 2, Oceane Sercien 1, Branka Konatar 1.
Varin skot: Jovana Risovic 21.
Markaskorarar CSM: Alexandrina Barbosa 5, Barbara Lazovic 5, Dragana Cvijic 4, Cristina Neagu 3, Carmen Martin 3, Elizabeth Omoregie 3, Siraba Dembele 1, Martine Smeets 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 10, Denisa Dedu 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -