- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð hefur valið HM-farana – Knorr verður með

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla hefur valið þá 18 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Póllandi og í Svíþjóð í næsta mánuði. Þýska landsliðið verður í E-riðli mótsins með Katar, Serbíu og Alsír og fara leikir riðilsins fram í Katowice í Póllandi.


Áður að HM kemur mætast landslið Þýskalands og Íslands í tveimur vináttuleikjum í Bremen og Hannover 7. og 8. janúar.

Hefur skipt um skoðun

Athygli vekur að Juri Knorr gefur kost á sér í liðið að þessu sinni. Hann var ekki með þýska landsliðinu á EM í upphafi þessa árs af því að hann var óbólusettur fyrir covid. Svo virðist sem breyting hefur orðið á afstöðu hans til bólusetninga við covid. Haft er eftir talsmanni þýska handknattleikssambandsins í frétt á handball-world að leikmenn þýska landsliðsins mæti þeim kröfum sem Alþjóða handknattleikssambandið gerir til þátttöku á HM.

Eins og fram hefur komið þá er gerð krafa um að allir þátttakendur á HM hafi verið bólusettir a.m.k. tvisvar og helst þrisvar.

Knorr hefur leikið afar vel með Rhein-Neckar Löwen á keppnistímabiliu, ekki síst síðustu vikur.

Fyrsti leikur við Katar

Fyrst æfing þýska landsliðsins verður 2. janúar í Hannover þar sem liðið verður með bækistðvar þangað til það fer til Katowice 12. janúar. Daginn eftir verður fyrsti leikurinn gegn landsliði Katar.


Markverðir:
Andreas Wolff, Lomza Industria Kielce.
Joel Birlehm, Rhein-Neckar Löwen.
Aðrir leikmenn:
Rune Dahmke, THW Kiel.
Lukas Mertens, SC Magdeburg.
Lukas Zerbe, TBV Lemgo Lippe.
Patrick Groetzki, Rhein-Neckar Löwen.
Julian Köster, VfL Gummersbach.
Philipp Weber, SC Magdeburg.
Paul Drux, Füchse Berlin.
Juri Knorr, Rhein-Neckar Löwen.
Simon Ernst, SC DHfK Leipzig.
Luca Witzke, SC DHfK Leipzig.
Djibril M`Bengue, Bergischer HC.
Kai Häfner, MT Melsungen.
Christoph Steinert, HC Erlangen.
Johannes Golla, SG Flensburg-Handewitt.
Jannik Kohlbacher, Rhein-Neckar Löwen.
Tim Zechel, HC Erlangen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -