- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurgangan var stöðvuð

Katrín Helga Davíðsdóttir og liðsfélagar í Aftureldingu unnu Gróttu á Ragnarsmótinu í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Eftir sex sigurleiki í röð þá stöðvaði ungmennalið Fram sigurgöngu Aftureldingar í Grill 66-deild kvenna í kvöld þegar liðin mættust í Framhúsinu. Sérlega öflugur leikur Framara í síðari hálfleik ráði úrslitum að þessu sinni. Sóknarleikur Aftureldingar var erfiður og Fram-liðið gekk á lagið og vann með átta marka mun, 28:20. Aðeins var tveggja marka munur að loknum fyrri hálfleik, 13:11, Fram í vil.


Ungmennalið Fram situr þar með áfram í efsta sæti deildarinnar, hefur 18 stig að loknum 11 leikjum. Afturelding er í öðru sæti með 14 stig og á leik til góða á Fram. Þrátt fyrir tapið þá stendur Afturelding ennþá best að vígi af þeim liðum sem eiga möguleika á að fara upp í Olísdeildina í vor. Ungmennaliðin eiga ekki kost á því.


Mörk Fram U.: Harpa María Friðgeirsdóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 5, Svala Júlía Gunnarsdóttir 4, Jónína Hlín Hansdóttir 4, Margrét Castillo 3.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 11, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 3, Telma Rut Frímannsdóttir 2, Birna Lára Guðmundsdóttir 1, Anamaria Gugic 1, Susan Ines Gamboa 1, Þórhildur Vaka Kjartansdóttir 1.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -