- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Veszprém spillti gleðinni í Magdeburg

Kamil Syprzak í opnu færi einn gegn Roland Mikkler markverði Pick Szeged. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg hófu titilvörnina ekki á þann hátt sem þeir óskuðu sér á heimavelli í kvöld. Ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém sá til þess að spilla gleðinni í GETEC Arena í Magdeburg með því að vera sterkara liðið nær allan leikinn og fara loks með fimm marka sigur úr býtum, 33:28.


Veszprém var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:18, eftir að sóknarleikurinn hafði verið í hávegum hafður. Bjarki Már Elísson lék ekki með Veszprém að þessu sinni eins og hann skýrði frá í samtali við handbolti.is í gær.

Ómar skoraði fimm

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason eitt. Daninn Michael Damgaard var markahæstur hjá þýska liðinu með sex mörk. Felix Claar og Ómar Ingi voru næstir á eftir með fimm mörk hvor.

Frakkinn Ludovig Fabregas skoraði sex mörk fyrir Veszprém. Hann kom til félagsins í sumar frá Barcelona. Gasper Marguc, Nedim Remili og Agustín Marcelo skoruðu fimm mörk hvor.

Í hinni viðureign B-riðils unnu portúgölsku meistararnir Porto liðsmenn Orlen Wisla Plock með eins marks mun, 24:23.

Syprzak drjúgur að vanda

Pólverjinn Kamil Syprzak skoraði sex mörk fyrir PSG þegar liðið lagði Pick Szeged í Ungverjalandi, 31:29. Kent Robin Tønnesen var næstur með fimm mörk. Mario Sostaric skoraði níu mörk fyrir Szegedliðið.

Kiel gaf ekkert eftir

Þýsku meistararnir THW Kiel unnu afar öruggan sigur á HC Zagreb í Króatíu í kvöld, 30:23. Kiel-liðið gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik og hélt síðan leikmönnum Zagreb eins og í skrúfstykki allan síðari hálfleikinn.

Timur Dibirov slær lítið af þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldur. Hann skoraði fjögur mörk fyrir Zagreb. Línumaðurinn sterki, Parrick Wiencek skoraði átta mörk fyrir Kiel og var markahæstur.

Úrslit leikja fyrstu umferðar í kvöld og í gærkvöld.

A-riðill:
Pick Szeged – PSG 29:31.
HC Zagreb – THW Kiel 23:30.
Eurofarm Pelister – Kolstad 22:31.
Kielce – Aalborg 31:34.

Standings provided by Sofascore

B-riðill:
SC Magdeburg – Veszprém 28:33.
FC Porto – Wisla Plock 24:23.
GOG – Celje 38:36.
Montpellier – Barcelona 25:30.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -