- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víðismenn voru Stjörnunni engin fyrirstaða

Haukur Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna í Garðinum í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan varð fyrst til að innsigla sæti í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla. Stjarnan vann öruggan sigur á Víði, 33:16, í íþróttahúsinu í Garði í kvöld. Níu marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:9.

Stjarnan skoraði fimm fyrstu mörk leiksins og sjö af þeim fyrstu átta. Óhætt er að segja að Stjörnumenn hafi komið af mikilli alvöru inn í leikinn til þess að gefa ekki færi á sér.


Eins og gefur að skilja var mikill munur á liðunum. Stjarnan leikur í Olísdeildinni. Víðir í annarri deild eftir að forráðamenn félagsins stofnuðu til liðs á vegum félagsins haustið 2022 af miklum dugnaði.

Meðal leikmanna Víðis í kvöld var markvörðurinn Jacek Kowal sem lék með Stjörnunni fyrir nærri 20 árum.

Mörk Víðis: Orfeus Andreou 6, Eiður Björgvin Jónsson 3, Mohamed Ali Chagra 3, Szymon Kowal 2, Gísli Arnar Skúlason 1, Sigurður Sveinn Jónsson 1.
Varin skot: Jacek Kowal 7, Tommy Cuong Vo 2.

Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 13, Haukur Guðmundsson 5, Sigurður Jónsson 4, Jón Ásgeir Eyjólfsson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Hergeir Grímsson 2, Benedikt Marinó Herdísarson 1, Ísak Logi Einarsson 1, Pétur Árni Hauksson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 7, Daði Bergmann Gunnarsson 2.

Einar skoraði sigurmarkið í Höllinni – Selfyssingar sluppu fyrir horn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -