- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Jóhanna, Aldís, Katrín, Tumi, Hákon, þrír í Minden, Grétar, Heiðmar, Tryggvi

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir landsliðskona í handknattleik færir sig um set innan Svíþjóðar í sumar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sex mörk og átti eina stoðsendingu þegar lið hennar, Skara HF, vann stórsigur á Lugi, 36:24, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Lundi, heimavelli Lugi. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk og átti fimm stoðsendingar fyrir Skaraliðið. Katrín Tinna Jensdóttir leikur einnig með Skara og er aðallega varnarkona. Hún skoraði ekki mark að þessu sinni. 
  • Skara HF stökk upp í áttunda sæti deildarinnar með sex stig að loknum níu leikjum. Lugi rekur lestina. Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum Evrópu er að finna hér
  • Tumi Steinn Rúnarsson og félagar í Coburg færðust upp í sjöunda sæti 2. deildar þýska handknattleiksins í gær eftir góðan sigur á Tusem Essen á heimavelli, 28:23. Tumi Steinn skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu. 
  • Stöðuna í 2. deild þýska handknattleiksins og fleiri deildum Evrópu er að finna hér.
  • Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans, Eintracht Hagen, vann GWD Minden í þýsku 2. deildinni í gær. Leikið var í Hagen. Margir leikmenn GWD Minden er meiddir um þessar mundir og hefur það komið niður á gengi liðsins. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Minden. 
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar auk þess að vera vikið einu sinni af leikvelli í leiknum í Hagen en Bjarni Ófeigur leikur með GWD Minden. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Minden og var þrisvar sinnum vikið af leikvelli, í síðasta sinn níu mínútum fyrir leikslok. Eftir það kom hann ekkert við sögu í leiknum. 
  • Grétar Ari Guðjónsson varði þrjú skot í mark Sélestat í gærkvöld þegar þegar liðið Istres, 31:24, í 10. umferð frönsku 2. deildarinnar. Sélestat er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir 10 leiki, fjórum stigum á undan Istres sem situr í fjórða sæti en á  leik til góða. Tremblay og Pontault eru efst með 18 stig hvort að loknum níu leikjum. 
  • Heiðmar Felixson og liðsmenn Hannover-Burgdorf mátti sætta sig við sjö marka tap í heimsókn til Göppingen, 32:25, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Heiðmar er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Liðið er í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig að loknum 13 leikjum. 
  • Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof féllu í gærkvöld úr leik í sænsku bikarkeppninni í handknattleik þegar þeir töpuðu öðru sinni fyrir Ystads IF, 39:32, í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar. Sävehof tapaði einnig fyrri leiknum, 30:26. Tryggvi skoraði ekki mark í gær. 
  • Lið Önnereds komst einnig í undanúrslit í gærkvöld eftir að hafa lagt Kristianstad samanlagt í tveimur jöfnum leikjum. 
  • Átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í karlaflokki lýkur á mánudaginn þegar Arnar Birkir Hálfdánsson og liðsmenn Amo sækja Aranäs heim.  Amo stendur vel að vígi eftir sjö marka sigur á heimavelli. Einni viðureign lýkur í dag þegar Hammarby og Kungälvs eigast við öðru sinni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -