- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu dagar í fyrsta leik á EM – æfingar hafnar á ný

Janus Daði Smárason, Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Tíu dagar eru þangað til íslenska landsliðið hefur keppni á Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi. Upphafsleikurinn verður gegn landsliði Serbíu í Ólympíuhöllinni í München. Leikmenn og þjálfarar landsliðsins komu saman til æfingar fyrir hádegið í dag í Safamýri eftir æfingafrí á gamlárs- og nýársdag.


Ekki er annað vitað en allir 20 leikmenn landsliðshópsins hafi tekið þátt í æfingunni í morgun sem hófst með fundi áður en tekið var til óspilltra málanna í æfingasalnum. Áfram verður æft á morgun og á fimmtudaginn.

Íslenska landsliðið fer til Austurríkis á föstudaginn. Þá verður væntanlega búið að fækka um tvo í hópnum.

Á laugardaginn mætir íslenska landsliðið því austurríska í vináttuleik í Vínarborg. Leikurinn hefst klukkan 17.10. Tveimur dögum síðar mætast liðin á nýjan leik í Linz. Fljótlega eftir síðari leikinn fer íslenska liðið yfir til München. Austurríska landsliðið verður í B-riðli á HM með Rúmeníu, Spáni og Króatíu. Leikið verður í Mannheim.

Austurríska landsliðið lék við Slóvena á föstudaginn og tapaði með eins marks mun, 34:33, í 50. landsleik Aleš Pajovič sem landsliðsþjálfara Austurríkis. Hann er Slóveni og lék fjölmarga landsleiki á sinni tíð sem landsliðsmaður.

Snorri Steinn hefur valið 20 til æfinga – 18 fara á EM

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12. jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14. jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16. jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -