Þýski handknattleiksmaðurinn Nils Kretschmer hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann af lyfjadómstól þýska handknattleikssambandisins. Þetta er einn allra þyngsti dómur sem handknattleikmaður hefur verið dæmdur í. Kretschmer, sem er 32 ára gamall og var fyrirliði TV Großwallstadt í 2. deild, hefur viðurkennt að hafa fallið í þá freistni að neyta testósteróns.
Vegna þess að Kretschmer hefur fúslega játað að hafa neytt hins ólöglegt steralyfs sér til framdráttar er hugsanlegt að keppnisbannið verði stytt um ár. Kretschmer hefur 20 daga til þess að taka afstöðu til þess hvort hann unir niðurstöðunni eða áfrýjar henni.
Kretschmer var kallaður í lyfjapróf í lok september. Niðurstöðurnar sýndu fljótlega að hlutfall testosterone var óeðlilega hátt og þegar niðurstöðu B-prófs sýndu sömu niðurstöðu og A-prófið átti Kretschmer sér engar málsbætur.
Hann var úrskurðaður í tímabundið bann. Í framhaldinu rifti TV Großwallstadt samningi sínum við leikmanninn sem kom til félagsins síðasta sumar eftir að hafa leikið um árabil með
HC Elbflorenz 2006 í Dresden.