- Auglýsing -
Önnur umferð átta liða úrslita Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með tveimur viðureignum. HK tekur á móti deildarmeisturum FH í Kórnum klukkan 18.30. Klukkustund síðar mæta leikmenn Fram í heimsókn á Ásvelli og mætir Haukum.
HK og Haukar verða að vinna leikina í kvöld til þess að knýja fram oddaleiki á föstudagskvöld. Vinni FH og Fram leikina í kvöld taka liðin sæti í undanúrslitum.
Önnur umferð átta liða úrslita fer fram annað kvöld, þriðjudag, þegar ÍBV og Afturelding eigast við auk Stjörnunnar og Vals.
Leikir kvöldsins
Úrslitakeppni Olísdeildar karla, 8-liða úrslit, 2. umferð:
Kórinn: HK – FH (0:1), kl. 18.30.
Ásvellir: Haukar – Fram (0:1), kl. 19.30.
- Báðir leikir kvöldsins verður sendir út á Handboltapassanum. Til stendur að viðureign Hauka og Fram verði send út í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
- Auglýsing -