Áfram halda Haukar að skrifa undir samninga við ungar Haukastúlkur en Ester Amíra Ægisdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir hafa framlengt veru sína á Ásvöllum. Báðar eru þær fæddar árið 2006 og hafa verið hluti af meistaraflokks hóp Hauka undanfarin tímabil.
Auk þess eru þær báðar í lykilhlutverki í U-liði Hauka sem leikur í Grill 66-deildinni en Ester endaði tímabilið sem næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Þær eiga báðar yngri landsliðsleiki að baki en síðastliðið sumar tók Þóra þátt á HM í Kína.
„Það er ánægjulegt að Ester og Þóra haldi áfram í Haukabúningnum en búast má við stærra hlutverki þeirra í meistaraflokksliði Hauka á komandi árum,“ segir ennfremur í tilkynningu handknattleiksdeildar Hauka í dag.