Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Skanderborg AGF gerði jafntefli við Mors-Thy í fyrstu umferð í riðli tvö í úrslitakeppni átta efstu liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í dag, 38:38. Donni var markahæstur leikmannan Skanderborg. Hann geigaði á þremur skotum, þar á meðal eftir hraðaupphlaup þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.
Emil Lærke, samherji Donna, skoraði átta mörk og átti átta stoðsendingar.
Staðan var jöfn í hálfleik, 18:18. Daria Dmitrieva jafnaði metin fyrir FTC sex sekúndum fyrir leikslok. Jeppe Cieslak jafnaði metin fyrir Skandeborgarliðið.
Mads Svane Knudsen skoraði 12 mörk í 18 skotum fyrir Mors-Thy og gaf 10 stoðsendingar.
Með Skanderborg AGF og MorsThy í riðli eru Aalborg Håndbold og Skjern sem skildu jöfn í gær, 22:22.
Í kvöld mætast Bjerrringbro/Silkeborg og Fredericia HK í riðli eitt en liðin eru með GOG og TTH Holstebro í riðli. GOG vann Holstebro í gær, 34:27.
Staðan og riðlaskipting: