„Í seinni hálfleik fannst mér við vera klókir og fínir eins og í fyrsta leiknum við Aftureldingu,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir nauman sigur á Aftureldingu, 30:29, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld.
Sigurinn færði Valsliðinu annan vinning í rimmunni og yfirhöndina um leið vegna þess að Afturelding hefur aðeins einn vinning. Næsti leikur liðanna fer fram að Varmá á mánudagskvöldið.
„Við verðum að blanda betur saman meiri gæðum í varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum og hafa svolítið gaman af því sem erum að gera eins og í kvöld. Þá verður þetta allt annað dæmi. Mér finnst við eiga meira inni. Ég hinsvegar ánægður með að í fyrst leiknum og eins í kvöld þá vorum við klókir að vinna okkur út úr erfiðum aðstæðum. Þetta var góður sigur,“ sagði Óskar Bjarni þjálfari Vals og brosti í kampinn.
Lengra viðtal við Óskar Bjarna er í myndskeiði ofar í þessari grein.
Sjá einnig:
Unnum okkur í gegnum mótlætið og vorum hársbreidd frá sigri
Fengu eitthvað gott að drekka og voru mjög ferskir
Valur er kominn yfir eftir sigur í háspennuleik
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025