- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó var á bak við langþráðan sigur – Andri atkvæðamikill hjá Leipzig

Viggó Kristjánsson átti frábæran leik í sigri Erlangen í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Viggó Kristjánsson var maðurinn á bak við langþráðan sigur HC Erlangen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Sigurinn færði Erlangen liðið loksins upp úr fallsæti eftir margra mánaða veru. Viggó skoraði átta mörk og gaf fjórar stoðsendingar í níu marka sigri Erlangen á Rhein-Neckar Löwen, 34:25, á heimavelli.


Erlangen hefur þar með 12 stig eftir 28 leiki í þriðja neðsta sæti. Bietigheim er tveimur stigum á eftir en á tvo leiki til góða á Viggó og félaga. Potsdam er lang neðst og virðist dæmt til falls eftir eins tímabils veru í deildinni.

Aðeins var eins marks munur á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 14:13. Síðari hálfleikurinn var eign Erlangen-liðsins. Christopher Bissel var næstur á eftir Viggó með sjö mörk.
Jon Lindenchrone Andersen skoraði 10 mörk úr 14 skotum fyrir Rhein-Neckar Löwen.

Stórsigur Leipzig

Leipzig, sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar, vann einnig langþráðan sigur í dag. Liðið lagði Wetzlar á heimavelli eða 12 marka mun, 30:18. Franz Semper var markahæstur með 11 mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar.

Viktor Petersen Norberg skoraði eitt mark fyrir Wetzlar.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -