- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir Hergeirsson ráðinn til HSÍ

Þórir Hergeirsson fyrir miðri mynd með Ásgeir Jónsson varaformann HSÍ sér til hægri handar og Jón Halldórsson formann HSÍ sér á vinstri hönd. Ljósmynd/Ívar
- Auglýsing -


Þórir Hergeirsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna og sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar, hefur verið ráðinn faglegur ráðgjafi á afrekssviði Handknattleikssambands Íslands. Um er að ræða nýtt starf hjá HSÍ. Tilkynnt var um ráðningu Þóris á blaðamannafundi sem stendur yfir í Valsheimilinu.

Ráðning Þóris er hluti af efldri afreksstefnu Handknattleikssambands Íslands. 

Þóri þarf vart að kynna íslensku þjóðinni en hann hefur þjálfað í Noregi í 39 ár með stórkostlegum árangri og orðið Ólympíu,- heims- og Evrópumeistari sem þjálfari norska landsliðsins. Þórir lét af störfum um síðustu áramót hjá norska handknattleikssambandinu eftir 24 ár í þjálfarateymi kvennalandsliðsins.

Þórir annar f.v. ásamt samstarfsmönnum sínum, Snorra Steini Guðjónssyni landsliðsþjálfara karla, Jóni Gunnlaugi Viggóssyni íþróttastjóra HSÍ og Arnari Pétursssyni landsliðsþjálfara kvenna. Ljósmynd/Ívar.

Um er að ræða nýja stöðu innan HSÍ. Tilkynnt var um ráðningu Þóris á fréttamannafundi að Hlíðarenda á Handboltaþingi 2025.

Þórir mun vinna með Jóni Gunnlaugi Viggóssyni íþróttastjóra HSÍ, Arnari Péturssyni landsliðsþjálfara kvenna og Snorra Steini Guðjónssyni landsliðsþjálfara karla að vexti og viðgangi handknattleiks á Íslandi. Um er að ræða hlutastarf.

Frá 2009 er árangurinn Þóris á stórmótum:
Gullverðlaun: 11 (EMx6, HMx3, ÓL2).
Sifurverðlaun: 3 (1xEM, HM2).
Bronsverðlaun: 3 (HMx1, ÓLx2).
Fjórða sæti: 1 (HM2019).
Fimmta sæti: 2 (HM2013, EM2018).
- Þórir hefur búið í Noregi frá 1986. Hann er kvæntur Kirsten Gaard. Þau eiga tvær dætur og einn son.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -