- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Liðsmaður Hannesar dæmdur í tveggja ára bann fyrir nefbrot

spjald - spjöld
- Auglýsing -


Ivan Horvat leikmaður austurríska liðsins Alpla Hard hefur verið dæmdur í ríflega tveggja ára leikbann fyrir afar gróft brot í síðari viðureign Alpla Hard og Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku 1. deildarinnar á dögunum. Þetta er eitt lengsta keppnisbann sem handknattleiksmaður hefur hlotið fyrir að brjóta á andstæðingi. Horvat verður í leikbanni út leiktíðina 2027. Hann getur áfrýjað dómnum.

Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard og Tumi Steinn Rúnarsson leikur með liðinu sem komið er í undanúrslit úrslitakeppninnar.

Horvat gekk svo harkalega út í Markus Mahr leikmann Bregenz að hinn síðarnefndi fékk opið nefbrot eftir því sem danskir fjölmiðlar segja frá.

Austurríska handknattleikssambandið segir í úrskurði sínum að um „mjög gróft og óíþróttamannslegt“ brot hafi verið að ræða sem hafi „alvarlegar líkamlegar afleiðingar.“ Þar af leiðandi hafi vægasta refsing verið átta leikja bann en strangasta refsing fjögurra ára bann.

Bann innan EHF

Refsingin gildir innan lögsögu Handknattleikssambands Evrópu, EHF, og því getur Horvat ekki leikið með félagsliðum innan Evrópu meðan hann situr af sér refsinguna, hvort sem hún verður óbreytt eða milduð ef Horvat hefur átt erindi með hugsanlega áfýjun.

Horvat er 32 ára gamall og hefur leikið ríflega 50 landsleiki fyrir Króatíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -