- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Ísland leikur um gullið eftir baráttusigur á Spáni

Fögnuður -Íslenska U17 ára landsliðið er komið í úrslit í B-deild EM. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, leikur til úrslita í B-deild Evrópumóts kvenna í handknattleik á morgun eftir sigur á Spáni, 32:31, í hnífjöfnum leik í Klapiéda í Litháen í dag. Íslenska liðið lék afar vel og barðist frá upphafi til enda og átti svo sannarlega sigurinn skilinn. Aldeilis frábær frammistaða hjá öllu liðinu eins og fyrri leikjum mótsins þá lögðu allir leikmenn sitt af mörkum.

Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið þegar 21 sekúnda var til leiksloka.

Úrslitaleikur klukkan 15

Ísland leikur við Norður Makedóníu í úrslitaleiknum á morgun. Viðureignin hefst klukkan 15 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með útsendingu á ehftv.com.


Þetta var fyrsta tap spænska liðsins í mótinu en það hafði unnið alla andstæðinga sína á sannfærandi hátt fram til þessa. Íslenska liðið er enn taplaust, fjórir sigrar og eitt jafntefli.

Íslensku stelpurnar voru hressar eftir sigurinn í dag. Efri röð f.v.: Inga Dís Jóhannsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Embla Steindórsdóttir, Elísa Helga Sigurðardóttir, Ingunn María Brynjarsdóttir. Fremri röð f.v.: Tinna Sigurrós Traustadóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Thelma Melsteð, Sara Dröfn Richardsdóttir, Amelía Dís Einarsdóttir. Mynd/HSÍ


Íslenska liðið byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og skoraði sex af fyrstu átta mörkum leiksins á sjö fyrstu mínútunum. Segja má að þar með hafi liðið gefið tóninn. Um miðjan hálfleikinn var enn fjögurra marka munur, 10:6. Spánverjar bitu frá sér með góðum kafla og tókst að jafna metin, 15:15, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Á þessum tíma reyndu var eins íslensku stelpurnar færu aðeins út úr hlutverkum sínum. Þær áttu það til að flýta sér um of sem engin ástæða var til.

Mynd/EHF


Tvö síðustu mörkin í hálfleiknum voru íslensk, 17:15, þegar gengið til búningsherbergja eftir hraðann og mikinn markaleik.

Jafnt á öllum tölum


Spænska liðið byrjaði síðari hálfleik betur og jafnaði fljótlega metin og komst yfir, 22:21, þegar níu mínútu voru liðnar. Nokkrar tveggja mínútna brottvísanir gerðu íslenska liðinu erfitt um vik. Því tókst engu að halda í við spænska liðið svo það var jafnt á öllum tölum, þannig sauð á keipum.


Eftir nokkurt þóf á báða bóga í stöðunni 29:29 tókst Amelíu Dís Einarsdóttur að koma íslenska liðinu yfir, 30:29, þegar fjórar mínútur voru eftir. Enn missti íslenska liðið mann af leikvelli þegar þrjár mínútur voru eftir.

Sætt sigurmark

Einni mínútur fyrir leiksloka í jafnri stöðu, 31:31, hóf íslenska liðið sókn. Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði af harðfylgi, 32:31, þegar 21 sekúnda var eftir. Þá náði hún boltanum eftir að sending hennar á Elíus Elíasdóttur línumann rataði ekki í rétta leið. Lokasókn Spánar endaði á ruðningi og þar með var björinn unninn. Undir lokin munaði einnig gríðarlega miklu að Elísa Helga Sigurðardóttir varði afar mikilvæg skot í jafnri stöðu.


Tinna Sigurrós Traustadóttir var valin maður leiksins í íslenska liðinu.


Mörk Íslands: Elísa Elíasdóttir 7, Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Sara Dröfn Richardsdóttir 2.

Elísa Helga Sigurðsdóttir varði fimm skot og Ingunn María Brynjarsdóttir fjögur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -