Lokahóf handknattleiksdeildar FH fór fram á föstudaginn. Jóhannes Berg Andrason og Telma Medos voru valin bestu leikmenn meistaraflokksliða FH á tímabilinu. Jóhannes Berg kveður FH í sumar eftir þriggja ára dvöl. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro og mun leika undir stjórn Arnórs Atlasonar á næstu leiktíð.
Í fyrsta sinn var svokallaður RISA-bikar veittur en hann er afhentur til leikmanna sem sýna mikinn baráttuvilja, hafa mikið FH-hjarta og eru öflugir liðsfélagar innan sem utan vallar. Fyrst til að taka við viðurkenningunum eru Ásbjörn Friðriksson og Birna Íris Helgadóttir. Bæði léku þau sína 500. leiki fyrir FH á nýliðnu tímabili.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:
Besti leikmaður mfl. karla:
Jóhannes Berg Andrason.
Besti leikmaður mfl. kvenna:
Telma Medos.

Efnilegasti leikmaður mfl. karla:
Garðar Ingi Sindrason.
Efnilegasti leikmaður mfl. kvenna:
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir.

RISA-bikar mfl. karla:
Ásbjörn Friðriksson.
RISA-bikar mfl. kvenna:
Birna Íris Helgadóttir.
Níu leikmenn voru heiðraðir fyrir áfangaleiki á tímabilinu.
100 leikir fyrir mfl. karla:
Jóhannes Berg Andrason.
100 leikir fyrir mfl. kvenna:
Hildur Guðjónsdóttir.
200 leikir fyrir mfl. karla:
Birgir Már Birgisson.
Birkir Fannar Bragason.
300 leikir fyrir mfl. karla:
Ágúst Birgisson.
Daníel Freyr Andrésson
Jón Bjarni Ólafsson.
500 leikir fyrir mfl. kvenna:
Birna Íris Helgadóttir.
500 leikir fyrir mfl. karla:
Ásbjörn Friðriksson.
Fleiri myndir eru á Facebook-síðu handknattleiksdeildar FH.
Lokahóf: Lonac og Dagur Árni best hjá KA/Þór og KA
Lokahóf: Haraldur og Sólveig best – Björgvin Páll heiðraður